Ég hef mikinn á huga á kvikmyndum, mér finnst gaman að horfa á kvikmyndir og ég geri töluvert af því… Ég hef stundum skrifað stuttlega um myndir sem ég hef verið að sjá – en reyndar ekki svo mikið upp á síðkastið. Hugsanlega af því að ég var að skrá það annars staðar. Ég nefninlega setti upp sérstakt svæði fyrir kvikmyndagagnrýni. Átti bara eftir að tilkynna það – twitter aðdáendur fengu reyndar að vita af því fyrir 2 mánuðum.
Til þess að höndla gagnrýnina og stjörnugjöfina nota ég WordPress plug-inið WP Movie Ratings – Gífurlega sniðugt, ég fer bara á IMDb síðuna fyrir myndina og smelli á takka sem ég er búinn að bæta við í browserinn. Síðan skrifa ég smá, gef myndinni stjörnur og sendi þetta inn – voila! Upplagt til að hafa safn yfir þær myndir sem maður er búinn að sjá og hvernig maður var að fíla þær. Síðan er líka möguleiki að einhverjir lesendur hafi áhuga á að vita hvaða kvikmyndir ég hef verið að sjá og hvort ég mæli með þeim – eða hvað?
Hérna eru síðan nokkrar kvikmyndir sem ég ætla að sjá á næstunni:
Untitled J.J. Abrams Project (aka. Cloverfield)
Veit voða lítið um þessa mynd… en þessi teaser er mjög áhugaverður. Á YouTube síðunni fyrir þetta video er fullt af linkum á skrítnar teaser síður sem eru líklega hluti af markaðssetningunni…
Wanted
Angelina Jolie og byssur, ég þarf ekki meira ;)
[Trailer í betri gæðum á síðu myndarinnar]
Be Kind Rewind
Jack Black og Mos Def – gæti verið góð blanda. Lítur út fyrir að vera í súrari kantinum, en held að hún gæti verið fyndið.
[Trailer í betri gæðum á Apple.com]
I Am Legend
…þetta er eiginlega teaser. Þessi trailer segir manni aðeins meira:
Síðan eru líka aðrar útgáfur á YouTube.
Gæti verið töff mynd – Will Smith að leika “Palli var einn í heiminum” ;) Bara það að sjá New York algjörlega tóma bætir alveg við kúlskalann.
Hérna er líka stutt “prequel” teiknimynd – vel gerð, frekar töff.
Hefur þú áhuga að sjá þessar myndir? Einhverjar aðrar myndir sem þú bíður spennt(ur) eftir að sjá?