Jæja, Hvítasunnuhelgin búin – til að fagna Hvítasunnunni fór ég á Reykjavík Trópík og sá ýmsar skemmtilegar hljómsveitir.
Þegar maður mætti í tjaldið á föstudeginum voru Hjálmar að spila – vel tjilluð lopapeysu-reggae stemmning. Eftir það stigu Ladytron á stokk – hress rokksveit frá UK – var alveg að fíla þau ágætlega. Síðan endaði kvöldið á Apparat Organ Quartet með sína poppuðu organ-músík.
Á laugardaginn gerði maður ráð fyrir að Jeff Who? væri að spila þegar maður mætti en þegar maður var kominn nálægt tjaldinu hljómaði það bara eins og það væri verið að stilla hljóðfærin fyrir næstu hljómsveit. Svo kom í ljós að Leaves byrjuðu bara að spila á undan dagskrá – veit ekki alveg hvort að Jeff Who? voru bara með stutt prógram eða að dagskráin hafi bara eitthvað breyst.
Eftir Leaves beið maður spenntur eftir aðal hljómsveit þessa festivals: Supergrass. Þeir skiluðu af sér bara nokkuð góðum tónleikum – tóku helstu slagarana og svona. Þeir létu klappa sig upp sem er nánast regla – en þeir tóku bara eitt lag. Maður reyndi að klappa þá upp aftur – við fengum meira að segja hjálp frá Dodda Litla – en það tókst ekki… samt mjög góðir tónleikar.
Út af einhverju rugli með lögguna þurfti að flytja festivalið á Nasa síðasta daginn. Sleater Kinney átti að vera með tónleika á Nasa þetta kvöldið en þeim var bara skotið inn í festivalið. Maður mætti einmitt þegar þær voru að spila. Get nú ekki sagt að ég hafi verið að fíla þær í tætlur.
Kid Carpet var að spila áður en við mættum en Trabant bað hann víst að spila í korter á undan þeim. Hann kom bara skemmtilega á óvart. Þetta er bara one-man show (minnti svolítið á Har Mar Superstar) og hann spilar hress lög með hjálp alls konar græja – playback, My First Sony, leikfangagítar… Hérna er t.d. eitt hresst lag eftir hann, Jump: MP3
Eftir gott flipp hjá Kid Carpet mætti Trabant á sviðið með glæsibrag. Þeir tóku nokkuð þétt prógram og voru með alls konar rokkstjörnustæla – söngvarinn eyðilagði hljóðnema, gítarleikarinn hoppaði út í crowd-ið nokkrum sinnum… Síðan endaði söngvarinn í gullnærbuxum spreyjandi kampavíni yfir allt og alla.
Þetta var bara nokkuð gott festival. Maður þarf náttúrulega að fara reglulega á tónleika og maður verður að nýta öll tækifæri sem gefast manni.
OMFG! Það er kominn 06.06.06! We’re all going to die!!! Ég bíð bara eftir því að það fari að rigna eldi og brennistein…
random quote | You’re not supposed to drink, just drink.