Opnunarkvöldið á Sónar 2008. Mættum ákkúrat rétt áður en Goldfrapp byrjuðu (þau voru örlítið á eftir áætlun).
[Read more…] about Barcelona Tour 2008 – part 4 – Sónar 2008 by night
Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)
Opnunarkvöldið á Sónar 2008. Mættum ákkúrat rétt áður en Goldfrapp byrjuðu (þau voru örlítið á eftir áætlun).
[Read more…] about Barcelona Tour 2008 – part 4 – Sónar 2008 by night
Þar sem maður átti víst stórafmæli í vikunni þá fannst mér viðeigandi að halda smá upp á að vera orðinn kvartöldungur og bauð til veislu. Það var grillað hið fínasta ungnauta rib eye og á meðan tókum við nett myndasession…
Þetta var bara rétt byrjunin – yfir kvöldið voru teknar kringum 400 myndir og eru þær komnar hingað. Takkinn “festist” stundum inni þannig að inn á milli koma svona 10-30 myndir af sama hlutinum ;) Yfirleitt þegar ég set inn myndir þá hendi ég út auka myndum sem eru frekar svipaðar eða af sama hlutinum – en ekki í þetta skiptið… þetta er bara allur pakkinn. Ég ætlaði reyndar fyrst að setja þessar myndir inn á Facebook til að geta taggað þær alveg í klessu en eftir að hafa prófað svona 6 sinnum og fá alltaf “Upload Failed. Please try again.” þá gafst ég upp – Facebook er nú kúl síða en mynda fídusinn þeirra fær ekki alveg 10 stjörnur.
Eftir matinn (sem var virkilega góður) var pakkatími. Ég fékk snilldargjafir – Svona Fisheye Lomography myndavél sem ég hef verið að spá í að fá mér nokkuð lengi – mér finnst lomo myndir frekar kúl og líka fisheye myndir, þannig að þetta er brillíant combo :)
Þetta gerir myndavél númer 5 sem ég eignast – maður er kominn með nokkuð gott myndavéla arsenal ;) Langt síðan maður hefur tekið á filmu – verður spennandi að leika sér með það inn á milli. Strákarnir voru reyndar búnir að taka 18 myndir á filmuna áður en þeir mættu – verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því… Ég ætlaði með filmuna í framköllun í dag en lókal búðin er ekki opin á sunnudögum – þá fer ég bara first thing in the morning.
Síðan fékk ég Courvoisier VSOP koníak sem er náttúrulega bara pimp :)
Þá er náttúrulega við hæfi að skella inn smá tóndæmi:
Busta Rhymes – Pass the Courvoisier
Enda var þetta lag spilað þegar ég opnaði pakkann :)
Þótt margar af myndunum í þessu albúmi séu svona nokkuð random þá eru alveg frekar margar nokkuð flottar þarna inn á milli. Besta trikkið til að mynda partý er að skilja myndavélina eftir einhvers staðar þannig að hver sem er getur gripið hana og smellt nokkrum af – þannig að ég á ekki heiðurinn af nema litlum hluta af þessum myndum.
Já, ég segi bara takk fyrir mig – maður þarf klárlega að gera svona aftur fljótlega…
Fólk er greinilega alveg æst í að sjá Hress 2007 listann ;)
Já, “Hress Collezion” byrjaði allt með því að ég ætlaði að skrifa nokkur lög á disk seint árið 2002. Ætli ég hafi ekki skrifað þetta til að geta blastað eitthvað þegar ég var að krúsa um borg óttans… Mig vantaði eitthvað nafn til að krota á diskinn og þar sem flest lögin voru nokkuð hress (fjörug, skemmtilegur taktur, koma manni í gott skap…) þá skrifaði ég á diskinn Hress 2002. Árið 2003 hlustaði ég töluvert á þennan disk og var greinilega ekkert að búa til nýjan disk – Hress 2003 er ekki til. Meirihluta 2004 var ég nokkurn veginn tölvulaus [sjá “Stóra Grundtvigs ránið“] þannig að ég var ekki mikið að braska í að skrifa diska eða safna tónlist þá. En 2005 byrjaði ég aftur að safna og bjó til playlista í iTunes sem ég kallaði náttúrulega Hress 2005.
Ég hef svo verið að búa til nýjan lista á hverju ári síðan þá. Án þess að það hafi verið markmiðið þá eru allir listarnir hingað til svipað langir. Þeir innihalda 27-29 lög og eru 1,9-2,2 klst. – alveg upplagt til að gefa út sem tvöfalt albúm ;)
En að Hress 2007. Þetta eru yfirleitt lög sem hafa verið gefin út 2007 – en ekkert endilega… kannski heyrði ég þau fyrst 2007 eða bara var að fíla þau 2007. Þannig að það eru ekkert mjög strangar reglur í kringum þetta, nema kannski að það meikar kannski ekki sens að hafa sama lagið á fleiri en einum lista. Þetta eru mörg mismunandi lög, úr mismunandi tónlistargreinum – en þau eiga eitt sameiginlegt að þau eru öll alveg gífurlega hress :) Sum lögin eru þó hressari en önnur.
Here we go:
Brazilian Girls – Jique (MSTRKRFT Remix)
Tiga – You Gonna Want Me
– held ég þurfi að gefa hr. partý credit fyrir að kynna mér fyrir þessu
GusGus – Hold You (Hermigervil’s remix)
– sum lögin hef ég nú póstað áður
Simian Mobile Disco – Hustler
– var búinn að pósta video-inu á I am not taxi
Justice – D.A.N.C.E (MSTRKRFT Remix)
– Justice maður… þeir væru örugglega með fleiri lög á listanum ef ég væri búinn kynna mér þá betur, alveg að klikka á þessu – eru einhver lög sem er alveg möst að tékka á betur?
Seal – Amazing (Thin White Duke Main Mix)
Britney Spears – And Then We Kiss (Junkie XL Remix)
Justin Timberlake – What Goes Around… / …Comes Around
The O’Jays – Put Your Hands Together
– klárlega elsta lagið á listanum (frá 1973), en ég var að fara í gegnum safnið mitt og áttaði mig á því hvað það er gífurlegur hressleiki í þessu lagi :)
Hot Chip – My Piano
– heyrði þetta fyrst hjá Hjalta
Bloc Party – She’s Hearing Voices
Metric – Monster Hospital (MSTRKRFT remix)
Bangers & Cash – Loose
– video á I am not taxi
The Fiery Furnaces – Automatic Husband
– Einar benti mér á þetta
Beyoncé – Upgrade U (Feat. Jay-Z)
GusGus – David (Darren Emerson Mix)
– ég tók mér það bessaleyfi að bæta þessu við listann bara núna – rak augun í þetta þegar ég var að skoða mp3 möppuna á officialstation.com – auðvitað á þetta heima hérna… Ari á heiðurinn af því að plögga þetta lag.
Já, MSTRKRFT komu nokkuð sterkir inn 2007 – eiga eitt lag á listanum og 3 remix. Síðan er GusGus náttúrulega að standa sig nokkuð vel með 3 lög af 28.
Ef fólk er að fíla þennan lista þá er aldrei að vita nema ég sé til í að pósta líka Hress 2002, Hress 2005 og Hress 2006 – hvað segir dómnefnd? Síðan er ég meira að segja líka með lista sem heitir Hress – Rock & Roll ;)
Mér finnst alltaf gaman að uppgötva nýja og góða tónlist. Það er eins og að finna gullmola þegar maður (oft fyrir tilviljun) rekst á eitthvað sem manni finnst algjör snilld. Til að (vonandi) hjálpa lesendum að uppgötva nýja tónlist þá eru hérna nokkur lög sem ég hef rekist á…
Teddybears – Cobrastyle
Þetta var intro lagið í pilot-num á Chuck (sem eru btw frekar góðir þættir). Gífurlega hressandi lag.
Bangers & Cash – Loose
Eitthvað skemmtilegt við þetta lag – mikill kraftur í þessu – kannski ekki ósvipað og annað sem Spank Rock hefur verið að gera (hann er s.s. annar helmingurinn af Bangers & Cash).
She Wants Revenge – Tear You Apart
Heyrði þetta í The Number 23 – passaði mjög vel við myndina.
Róisín Murphy – Dear Miami
Þetta er víst gellan úr Moloko. Seiðandi lag…
Hún er nú búin að klúðra nokkurn veginn öllu sem hún gat klúðrað, þannig að það kom mér svolítið á óvart hvað ég var að fíla þetta lag… Ég held að þetta lag gæti alveg virkað í góðu hljóðkerfi á einhverjum klúbbi með dúndrandi bassa:
Bjössi kom reyndar með góðan punkt:
Tónlistarmenn búa til betri tónlist þegar þeir eru á eiturlyfjum…
(eða eitthvað þannig). Þannig að kannski er hún á réttri braut? Neh…
Talandi um eiturlyf… hérna er smá craziness:
Yo Majesty – Club Action (Chris Bagraiders Sailing to Baltimore Edit)
og meira: Herve & Yo Majesty – Get Low Club Action (Scattermish Timid Fuckup edit)
Snoop Dogg – Sensual Seduction
og dirty útgáfan af laginu: Sexual Eruption
Eins og ég sagði á I am not taxi þá skiptir ekki máli hvað Snoop Dogg gerir, það er alltaf pimp.
Seal – Amazing
Gífurlegur hressleiki í gangi. Síðan er ég líka til gamans með Kaskade Remix og Thin White Duke Main Mix
Var þetta nokkuð of mikið af lögum? :)
Ætti ég að gera meira af svona?
Iceland Airwaves 2007 búið… ég er strax farinn að hlakka til Airwaves 2008.
Dagur 4
Þá var það dagurinn sem maður var búinn að bíða eftir… Maður fór beint á Listasafnið – mjög sáttur hvað það var stutt röð og hvað maður var fljótur inn – líklega þar sem það var svo mikið annað í gangi annars staðar (bæði kostur og galli). En við mættu stuttu áður en Annuals byrjuðu. Ég var bara að fíla Annuals nokkuð vel – hafði eiginlega ekkert heyrt í þeim áður en það var bara mjög góður kraftur í þeim – dugleg á trommurnar. Síðan voru þau skiftandi um hljóðfæri – m.a. bara í miðju lagi – mixing it up. Söngvarinn fór t.d. á trommurnar og þá fór annar af tveim trommurum á gítar. Gott stöff.
Hérna eru þau að taka eitt hressandi lag (veit ekki hvað það heitir):
Meðal áhorfandanna var gaur að búa til hatta úr dagblöðum og dreifa þeim út um allt, fólk var síðan byrjað að hjálpa honum að búa til fleiri hatta – áhugaverður gjörningur. Strax eftir Annuals myndaðist (eins og við mátti kannski búast) töluverð löng röð á klósettið. En það lá líklega meira á sumum þar sem gaurar voru byrjaðir að míga í vaskinn – nice. Hvernig er það, eru ekki klósett á 2. hæðinni? Annað – á undan Bloc Party var spilað alveg dúndrandi partý dans tónlist – Darude, Aphex Twin og annað hressandi. Mér fannst eitthvað skrítið við að hita þannig upp fyrir rokk-tónleika, en fólkið var greinilega að fíla þetta – dans tónlist kemur manni alltaf í gott stuð.
Þá var það bara að bíða eftir aðal númeri hátíðarinnar: Bloc Party. Eins og alvöru rokkurum sæmir létu þeir bíða smá eftir sér – held að þeir hafi byrjað svona 20 mínútum á eftir dagskránni. En þetta voru brillíant tónleikar eins og við mátti búast – tóku alla helstu slagarana og héldu uppi góðri stemmningu. Reyndar skandall að það var eins og þeir gerðu ekki ráð fyrir að láta klappa sig upp, eða nenntu því ekki – það var alla veganna alveg slatti af fólki sem reyndi að klappa þá upp en það var bara sett eitthvað Grease lag í hljóðkerfið og ljósin kveikt.
Hérna er Bloc Party að taka Banquet:
Endirinn á Flux:
..og síðan Like Eating Glass:
Eftir þetta var maður ekki alveg viss hvert skildi halda… En við ákváðum að fara á Gaukinn þar sem hr. partý var þar. Þegar við komum var FM Belfast að klára settið sitt – hellingur af fólki á sviðinu og það virtist vera ágæt stemmning í gangi. Þegar þau voru búin ákváðum við Bjössi að tjillla aðeins á meðan við kláruðum bjórinn okkar. Eftir það komu tvær hressar gellur frá NYC – Roxy Cottontail. Samkvæmt MySpace síðunni hennar (Roxy er víst bara ein gella, hin gellan var líklega vinkona hennar sem hjálpar stundum til) spilar hún “Rap / Punk / Disco House”. Hvað sem þetta var þá var ég að fíla það.
Smá tóndæmi:
Roxy Cottontail – Playmate (Jesse Rose remix)
Næst var haldið á Barinn þar sem Moonbootica héldu upp góðri elektró-dans stemmningu þar sem maður dansaði af sér rassgatið langt fram á nótt. hr. partý var með fáránlega töff gleraugu sem fara öllum alveg skuggalega vel ;)
Dagur 5
Þá var það lokahnykkurinn – fórum á Nasa og náðum síðasta laginu hjá Horsebox. Síðan byrjuðu The Magic Numbers alveg á slaginu. Þau voru mjóg góð. Virkilega pro performance – lögðu mikið í þetta. Þau spiluðu bæði rólega og hress rokk lög – flottur endir á Airwaves. Fannst reyndar magnað að þau voru með lengra show en Bloc Party – ca. 1,5 klst. – kannski áttu þau bara til meira efni.
Hérna eru þau að flytja… já, nei, veit ekki hvaða lag þetta er – finnst samt ég hafa heyrt það áður – veit einhver hvaða lag þetta er?:
Uppfært: maple segir að þetta sé lagið Love Me Like You:
Þar hafiði það… Iceland Airwaves árið 2007.
Það er magnað hvað það er svo allt öðruvísi að upplifa tónlist live – tónlist sem maður hlustar á í tölvunni og finnst vera svona “meh, allt í lagi” getur verið virkilega góð live. Maður verður að muna að fara reglulega á tónleika – alltaf hressandi.
Ég held að það fari ekkert á milli mála að Bloc Party stóð upp úr Iceland Airwaves 2007. En eins og í fyrra þá lendir maður oft í að rekast á bönd sem maður veit ekkert um en koma manni skemmtilega á óvart – þetta árið var það Roxy Cottontail. Eiginlega bara heppni að maður tékkaði á þeim… of Monreal voru líka mjög góð ..og Annuals – ok, ok, þetta var mest allt brilliant :)
Hefði í rauninni getað farið á mun fleiri tónleika en ég er nokkuð sáttur við það sem ég sá – live tónlist 5 daga í röð er nokkuð gott. Spurning að reyna kannski að mæta fyrr á næsta ári – sjáum til…
Held að það sé næsta víst að Andy flippari frá Kaliforníu sé eftirminnilegasti túristinn (gaurinn með jólaseríuna). Síðan var brillíant þegar við sáum [áberandi mann í íslensku viðskiptalífi] vera draga á eftir sér kvenmann kl. 5 að nóttu til í rigningunni – eitthvað sem ég bjóst ekki við að sjá :)
Myndir! Já, já, hérna eru myndir frá seinni hluta Iceland Airwaves 2007 – ég mynni líka fólk á að tékka fyrra Airwaves 2007 settið. Allt í allt eru þetta 207 myndir. Alltaf gaman af photos – er það ekki annars?
Síðan eru öll video-in (10 stykki) sem ég tók á þessum YouTube playlista – var t.d. ekki búinn að linka í annað video með The Magic Numbers og eitt stutt með Roxy Cottontail.
Ég þarf að redda mér lögum með Annuals og of Montreal + fleiri lög með Roxy Cottontail og The Teenagers …og með fleirum ef ég rekst á það. Verst að Íslendingar geta ekki auðveldlega keypt í gegnum iTunes búlluna – jæja, maður reddar sér einhvern veginn.
Iceland Airwaves ’07 var snilld – þetta festival er ég held barasta það besta sem gerist (menningarlega séð) á Íslandi á hverju ári. Virkilega gott framlag – eiginlega bara fyndið/fáránlegt að norska ríkið sé að styrkja þessa hátíð en ekki íslenska ríkið.
Þá er bara spurning hvaða mega-band Bjössi ætlar að panta fyrir næsta Airwaves? Hvað með Rage Against The Machine?
Iceland Airwaves í fullum gangi… Bjössi var með nokkuð gott review af fyrstu tveim dögunum. En ég ætla samt að pósta því sem ég var búinn að skrifa hjá mér.
Dagur 1
Eftir baddann skellti maður sér á Nasa þar sem Lights on the highway voru að spila. Fín lög – ég hélt ég hefði bara náð rétt í lokinn á prógramminu þeirra en ég náði víst öllu sem var víst alveg heil 3 lög. Eftir það kom Shadow Parade sem var allt í lagi, fínt íslenskt rokk – þeir voru með 1-2 nokkuð góð lög.
Dagur 2
Byrjaði á Nasa þar sem Best Fwends voru í hressandi spassakasti – minntu svolítið á Kid Carpet. Þetta voru bara tveir gaurar með iPod fyrir playback, 2 hljóðnema og síðan voru þeir hoppandi um sviðið, öskrandi – sýnir sig að það þarf ekki að vera mjög erfitt að búa til tónlist ;)
Eftir það kom Retro Stefson – íslenskur fjöllistahópur, fín lög. Síðan kom The Teenagers – hressandi rokk með playback af MacBook – tóku Homecoming og fengu hjálp frá söngkonunni úr Slow Club – stutt video sem ég tók:
Eftir það hoppaði maður yfir í Listasafnið af því að þar voru að fara að byrja Grizzly Bear sem var svona mælt með – þegar við komum var alveg góð röð – náði alveg út á horn. Sem betur fer fór röðin að hreyfast og maður þurfti ekki að bíða alltof lengi. Frekar skrítin tónlist – róleg, sýrukennd… Eftir að hafa gefið þeim smá séns beiluðum við Bjössi aftur á Nasa til að ná Late of the pier — þeir voru bara nokkuð góðir með kraftmikið og hressandi rokk. Reyndar skandall að þeir spiluðu bara í 30 mínútur og það virtist ekki vera mikill áhugi í áhorfendahópnum fyrir að klappa upp… Þannig að með því endaði annar dagur Airwaves.
Dagur 3
Maður var ekkert að stressa sig að mæta snemma… stefnan var tekin á Listasafnið þar sem ég var að vonast til að ná í seinni hlutann af Trentemöller – en maður lenti í frekar langri röð… maður var orðinn bjartsýnn þegar hún fór að hreyfast nokkuð hressilega en síðan þegar það var næstum komið að okkur stoppaði hún bara algjörlega og var ekki hleypt inn fyrr en Trentemöller var búinn.
En maður komst loksins inn – Múm fór að spila og maður svona hlustaði á það með öðru eyranu – ekkert að fíla þá tónlist í klessu. Ég rakst á Andra Sig í Listasafninu og hann var að flassa AAA passanum sínum – lucky bastard. Já, það getur borgað sig að vera í vefsíðubransanum ;) Loksins byrjuðu of Monreal sem var mikið stuð – mjög sáttur við að hafa tékkað á þeim. Eftir það skunduðum við á Nasa og rétt náðum í endasprettinn á GusGus – sem var algjör snilld. Á sviðið voru komnir með þeim Ghostigital, Krummi og Hairdoctor – góð stemmning. Síðan var Hr. Örlygur á kantinum þarna – kannski að hafa áhyggjur að það væri ekki verið að fylgja dagskránni nógu vel.
Síðan dróg GusGus sig í hlé og Ghostigital byrjaði að spila seamlessly – nokkuð töff. Hef ekki hlustað mikið á Ghostigital en þetta var ágætt – elektró craziness. Þegar þeir voru búnir fór maður á Lídó til að tékka á The Viking Giant Show. Að lokum endaði maður á Vegó – það var byrjað að rigna og of löng röð á Barinn þannig að maður nennti því ekki.
Jæja, nenni ekki að bulla meira – þarf að drífa mig á tónleika.
Búinn að henda inn myndum sem ég tók – 100 stykki. Nennti ekki að keyra þessar myndir í gegnum einhvern filter, laga liti og svona… hefði bara þýtt að myndirnar hefðu ekki farið á netið fyrr en kannski rétt fyrir jól ;)
Annars er pælingin að setja saman hljómsveit svo maður geti reddað sér Artista-passa fyrir næsta Airwaves. Það ætti ekki að vera svo erfitt – bara redda sér MacBook sem maður notar í playback á töktunum sem við semjum, síðan bara öskra í hljóðnema og hoppa um sviðið (sbr. Best Fwends). Síðan getur maður jafnvel bætt við gítara og þá er maður golden.
Síðan eru 2 video í viðbót sem ég tók: GusGus og The Viking Giant Show