Andrew Lincoln sem leikur Rick Grimes í The Walking Dead lék líka í Love Actually! Ég var ekki búinn að mynda þá tengingu…
TV is chewing gum for the eyes.
Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)
Það er stórhættulegt að leggja sig á kvöldin. Maður á að vita þetta, en stundum krassar maður bara vegna þreytu. Maður rankar kannski við sér stuttu eftir að hafa lagt sig, en þá er maður hugsanlega “of langt leiddur” og fastur í klóm svefnsins… ekki með nógu mikla meðvitund til að vera skynsamur og rífa sig úr þessu móki. Síðan vaknar maður um miðja nótt, í öllum fötunum, öll ljósin kveikt og maður er illa súr (ekki beint topp gæða svefn).
Þá loksins fer maður að hátta sig, bursta tennurnar… En þá getur maður nátturulega ekki sofnað.
Ég ætla að tékka hvort það sé ekki eitthvað gott sjónvarpsefni í boði – Fringe eða 30 Rock.
Sent from my iPod.
What the hell?!? Af hverju var ég ekki búinn að frétta þetta fyrir löngu? Af hverju var ég ekki látinn vita? Þeir eiga náttúrulega að hringja í 24 fan #1 þegar þeir ákveða að fresta sýningum á 24! Allt út af þessu verkfalli hjá handritshöfundunum. Damn it!
Þar sem þeir verða eiginlega að byrja að sýna 24 í janúar þá er líklegt að sería 7 byrji ekki fyrr en í janúar 2009! Ekki geta þeir byrjað að sýna um vorið (ef þetta verkfall verður búið þá) af því að þá myndu síðustu þættirnir vera um sumarið – og það horfir náttúrulega enginn á TV um sumarið. Mjög ólíklegt að þeir myndu gera hlé á seríunni um sumarið og sýna restina um haustið. Eins eru þeir ekki að fara byrja sýna seríuna um haustið – af því að þeir vilja líklega ekki lenda í því sem þeir tóku eftir með fyrstu seríurnar, að missa áhorfendur þegar þátturinn tekur pásu yfir hátíðirnar. Þeir verða að geta keyrt 24 alveg í gegn án nokkurra truflana.
Ástæðan fyrir því að ég var ekki búinn að frétta þetta er líklega að ég reyni að komast hjá því að lesa nokkuð um nýjustu 24 seríuna. Ég komst t.d. að alltof miklu um seríu 7 þegar ég var að rannsaka hvort að þetta væri virkilega satt. Spoilers. Damn it!
Þessi nýjasta sería hefur mátt þola ýmislegt – Kiefer Sutherland var tekinn fyrir að drekka fullur, skógareldar í Kaliforníu trufluðu upptökur og núna þetta verkfall. En Jack Bauer lifir þetta náttúrulega af – eins og allt annað ;)
En þeir eru víst búnir að taka upp 1/3 af seríunni. Ef þetta verkfall reddast fljótlega þá gæti þetta verið upplagt tækifæri til að nýta þennan auka tíma til að vinna að 24 bíómyndinni sem er búið að vera tala um alltof lengi. Þá kæmi alla veganna eitthvað gott úr þessu verkfalli.
Hvernig á maður að meika það að bíða í rúmlega ár í viðbót?! Maður er búinn að hlakka til alveg síðan 6. sería kláraðist. I need to get my Jack Bauer fix! ;) Ég gæti náttúrulega horft á gömlu seríurnar sem ég á og keypt þær seríur sem mig vantar… – hver er til í 24 maraþon? Gætum farið í 24 drykkjuleikinn. Síðan getur maður tékkað á 24inside.com fyrir smá auka viðtöl með crew-inu.
Ég var svona fyrst að spá í að setja þetta á I am not taxi linka bloggið. En þetta er bara of stór frétt fyrir það – þannig að ég henti þessu hingað og skrifaði aðeins meira um þetta. Síðan virðist fólk ekki vera mikið að tékka á þeirri síðu hvort eð er – þannig að þetta hefði farið fram hjá flestum.
Gestir og gangandi mega alveg tékka á I am not taxi og segja mér ef það er eitthvað þarna sem á kannski frekar heima hérna á aðal blogginu.
The IT Crowd eru snilldar þættir – þetta er clip úr nýjustu seríunni sem allir verða að tékka á (hvort sem þú ert nörd eða ekki). Fáránlega gott spoof af anti-piracy auglýsingunni sem maður sér þegar maður leigir sér DVD.
Þetta video var í boði I am not taxi sem er smá Tumblelog sem ég setti upp. Þeir sem fylgjast vel með twitter síðunni fengu sneak preview fyrir nokkrum dögum – en núna er ég officially búinn að opna þessa síðu. Ég er að nota Tumblr kerfið til að keyra þetta “linka blogg” – þetta er nokkuð nett kerfi til að henda inn linkum, video, myndum, quote-um eða einhverju öðru sem maður vill rétt skella inn án þess að skrifa eitthvað mikið í kringum það (eins og maður myndi kannski gera á venjulegu bloggi). Ég ætla að nota þetta til að pósta video-um og öðru skemmtilegu sem ég rekst á.
Þeir bjóða upp á svona custom domain name möguleika og ég ákvað að setja upp sérstakt subdomain (ísl. undirlén) fyrir þetta: iam – sem (ásamt heitinu “I am not taxi”) vísar í official station söguna góðu. Það tók mig samt smá stund að átta mig á hvernig ég ætti að setja þetta custom dót upp – af því að samkvæmt leiðbeiningum þeirra átti maður að breyta stillingum þar sem lénið er skráð (hjá domain registrar). Var að prófa það fram og til baka en það var ekki að virka.
Áður en ég fer út í frekari tæknilýsingar fáum við örstutt innslag frá hressum Finnum:
And we’re back…
Þannig að ég loggað bara inn á DreamHost [ btw, hérna er kóði/discount coupon til að fá $50 afslátt: FITTYBUCKS ] og fór í Domains > Manage Domains. Þar smellti ég á Add New Domain / Sub-Domain og bætti við léninu iam.officialstation.com – þá gat ég smellt á DNS linkinn við nýja lénið og bætt við nýju Type: A record með Value: 72.32.231.8 — Ákvað bara í gamni að henda þessu info með ef svo skemmtilega vildi til að þetta myndi gagnast einhverjum :)
Smá viðbót: OK, þetta var víst ekki alveg nóg. Sumir voru að fá “Index of /” þegar þeir fóru á http://iam.officialstation.com/ þannig að ég ákvað að kanna þetta betur. Svo virðist sem það hafi verið að valda smá conflict af því að ég var ennþá að hýsa iam.officialstation.com hjá DreamHost – sem þýddi að stundum var fólk sent á DreamHost IP addressuna og stundum á Tumblr IP addressuna. Þannig að ég þurfti bara að smella á “Delete” í “Web Hosting” dálknum hjá “iam.officialstation.com” og þá ætti þetta að virka fínt eftir nokkrar klst. — Ég hefði víst upprunanlega bara átt að fara í DNS stillingarnar undir “officialstation.com” og bæta þar við “Type: A record” fyrir “iam”.
Maður getur ekki talað um sniðug video án þess að nefna snilldar seríu frá R. Kelly: Trapped in the Closet – alveg 22 kaflar/þættir í seríunni með endalaust af plot-twistum… kafli 9 er rosalegur ;)
Síðan er bara að tékka á I am not taxi fyrir fleiri video og annað sniðugt. Ég reyndar hef áhyggjur af því að Tumblr kerfið býður ekki upp á comment möguleika – og þar sem lesendur mínir eru svo óðir í að kommenta á allt og alla þá verður fólk bara að býða þangað til ég pósta hérna svona “best of” færslum með nokkrum video-um.
Það er möguleiki að það sé einhver DNS (dótið sem tengir lén við IP addressur) böggur – þannig að látið mig endilega vita ef þið lendið í vandræðum með að komast á http://iam.officialstation.com/
OK, ég fíla 24 í klessu – langbesta sjónvarpsefni sem hefur nokkurn tíman verið búið til. EVER! En þetta er frekar fyndið:
En hvað gerir maður ekki þegar manni er boðið milljón bucks (eða eitthvað) fyrir að eyða einum degi eða svo í að taka upp auglýsingu? Það er meira að segja önnur auglýsing, heavy action:
En þetta eru alveg gífurlega heillandi auglýsingar – kannski að maður reyni að redda sér svona Calorie Mate? Þetta hlýtur að vera leyndarmál Jack Bauer og ástæðan fyrir því að hann þarf ekki að borða allan daginn – hann fær sér bara Calorie Mate þegar cameran er ekki á honum ;)
Aðeins meira 24 love:
Spurning að fara í 24 drykkjuleikinn við tækifæri? Gæti verið fjör…
Jæja, nóg af rugli í bili – ætla að halda áfram að lesa um félagarétt, erfðarétt og annað skemmtilegt.
Ég held að það séu ekki margir sjónvarpsþættir sem hafa fengið mig til að lesa bækur… En síðasta haust ákvað ég að tékka á nýjum þætti sem átti að lofa góðu – Dexter. Hann var með nokkuð skemmtilegt plot – aðalpersónan er lögregla í Miami, nánar tiltekið sérfræðingur í blóðskvettum. Hann gerir mikið í því að vera viðkunnanlegur og líta út fyrir að vera venjulegur, sem hann er alls ekki. Á kvöldinn fer nefninlega hinn persónuleikinn á stjá og þá fer hann að drepa “vonda fólkið” – hann s.s. drepur bara þá sem hann er viss um að “eiga það skilið”.
Ég er s.s. búinn að horfa á þessa þætti og hafði gaman af – þeir eru bæði spennandi og fyndnir. En þessir þættir eru víst byggðir á bók eftir Jeff Lindsay sem kallast Darkly Dreaming Dexter. Þegar ég fór til New York keypti ég þessa bók og bók númer 2 í Dexter seríunni: Dearly Devoted Dexter. Ég er búinn með fyrstu bókina og næstum búinn með seinni. Síðan kemur þriðja út í haust: Dexter in the Dark. Geri fastlega ráð fyrir að ég kaupi 3. bókina þar sem þessar bækur eru alls ekki slæmar – þótt þetta sé vissulega ekki alveg eins og í þáttunum. Það er ekki alveg eins mikið action í bókunum, ekki alltaf jafn mikið að gerast og síðan er gaurinn líka aðeins meira psycho í bókunum. Líka skemmtilegt að sjá hvað þeir notuðu úr bókunum og hvað ekki. En síðan er jú það skemmtilega við bækur að þú ert “leikstjórinn” ;) Þannig að þetta er fín afþreying á meðan maður bíður eftir 2. seríunni af þáttunum sem kemur í haust.
Skjár 1 er víst að sýna Dexter á sunnudögum ef fólk vill tékka á þessum þáttum. Síðan er svona skemmtilegur Dexter leikur á netinu sem er gaman að tékka á.