Andrew Lincoln sem leikur Rick Grimes í The Walking Dead lék líka í Love Actually! Ég var ekki búinn að mynda þá tengingu…
TV is chewing gum for the eyes.
Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)
hlabba (so)
Blandað göngulag. Þegar maður hleypur smá spöl og labbar smá spöl.
Fær maður ekki bónus stig fyrir að nota þrefalda neitun?
Ég er ekki frá því að ég sé ekki ósammála þér
Nei, bara pæling… ;) Stóð mig að því að nota þessa setningu í morgun.
Kannski mjög eðlilegt, en mér finnst smá áhugavert að þegar venjulegar soðnar kartöflur eru í boði þá hef ég varla lyst á að borða eina kartöflu. En strax og það er búið að gera eitthvað við kartöflurnar – krydda þær, sósa þær upp, ofnbaka, brúna, djúpsteikja, grilla, skella smá osti yfir þær o.s.frv. þá get ég borðað alveg helling.
Pæling… :)
Ég er búinn að liggja í rúminu mest allan daginn. Með verki í maganum, flökurt, engin matarlyst… almennur slappleiki. Hugsanlega magavírus. Ég fór að hugsa um orðið “ógleði”. Ég var nú ekkert mjög hress, en ég var alveg glaður inn á milli yfir daginn :)
Þannig að maður getur verið með ógleði og gleði samtímis.
Nei, bara svona pæling ;)
Ég reyni stundum að drekka á meðan ég labba (þú veist, TIL AÐ SPARA TÍMA™). En það gengur (no pun intended) ekki alltaf upp. Þannig að ég er að labba, voða busy og sulla yfir mig. Þetta er nú yfirleitt vatn, þannig að það er allt í lagi. En manni líður samt hálf kjánalega, það lítur út fyrir að maður hafi aldrei almennilega lært að drekka…