Ég veit ekki alveg hvað gerðist – það er alltof langt síðan ég bloggaði síðast… Virðist sem ég hafi verið upptekinn við eitthvað annað. En ég er búinn að vera pósta nokkuð reglulega á twitter – þannig að það er ekki eins og þið hafið ekki haft neitt að lesa ;) Ég ætla nú ekki að fara að lofa upp í ermina á mér en ég hef fulla trú á því að næsta færsla komi eftir ekki svo langan tíma – Það er náttúrulega bara skandall að láta næstum mánuð líða á milli færslna, það sæmir ekki svona A-list bloggara eins og mér. Höfum þetta spennandi – ef ég blogga ekki aftur innan 7 daga þá verð ég að blogga daglega í viku. Hvernig hljómar það? :)
Eins og ég nefndi í síðustu færslu þá skrapp ég til Manchester til að horfa á Manchester United spila gegn Sunderland. Ég er loksins búinn að henda inn myndunum sem ég tók – 161 stykki komið inn. Tékk it át píps. Ég var ekki að censor-a myndirnar alltof mikið – henti inn nánast öllum myndunum sem ég tók, sama hvort þær voru úr fókus eða ekki.
Ég var svona frekar trigger-happy á vellinum – Það eru svona 40 myndir nánast í röð sem eru bara af fótboltavellinum (basically grænn flötur og litlir kallar) á meðan leikurinn var í gangi – kannski ekki hægt að sjá fáránlega mikið, en þó eitthvað. Þeir sem hafa ekki áhuga á þeim myndum geta bara hoppað um 4 síður eða svo.
Það er svo langt síðan að ég kom heim að ég man ekkert hvað við gerðum þarna ;) Gott að hafa myndirnar til að hjálpa sér… já, við gistum á Trafford Hall Hotel sem var svona frekar spes – kannski ekki alveg það sem við bjuggumst við (og þó, miðað við hvað þetta var ódýrt) – en þetta var ágætist svefnaðstæða. Við byrjuðum laugardaginn á því að fara að Old Trafford til að sækja miðana – en það var einhver töf á þeim þannig að við fórum að leita okkur að brunch. Fundum Pizza Hut og biðum spenntir eftir því að þeir opnuðu. Það reyndist vera svolítið erfitt að fá miðana – það var alltaf “þeir koma eftir klukkutíma… eftir hálftíma…”. En það hafðist að lokum.
Við fórum aftur á hótelið en röltum stuttu seinna á völlinn. Það var múgur og margmenni sem streymdi á völlinn – enda seldust upp allir miðarnir – það voru tæplega 76.000 áhorfendur. Sætin okkar voru frekar hátt uppi en þetta var fínt – maður var alveg fyrir miðju og sá vel yfir allan völlinn. Í stuttumáli þá vann Manchester 1-0. Nokkuð spennandi leikur – nokkur dauðafæri, góð stemmning í áhorfendum og bullurnar að púa á Sunderland aðdáendurna.
Um kvöldið skelltum við okkur í bæinn til að taka púlsinn á næturlífinu í Manchester. Eitt sem maður lærði á því – maður þarf greinilega að muna að vera rétt klæddur af því að það voru nokkrir staðir sem meinuðu okkur aðgang af því að Gaui var í hvítum strigaskóm. En okkur tókst að komast á einn stað þar sem voru engir fordómar. Hann var mjög spes – Sci-Fi leikföng og aðrir minjagripir upp um alla veggi, Ghostbusters í sjónvörpunum og gaurar í Ghostbusters-búningum. Það var reyndar frekar þungt loft – þetta var niðurgrafin hola (s.s. engir gluggar) og það hefur verið einhver lágmarks loftræsting. En það var fyndið að sjá þetta :)
Daginn eftir fórum við í tour um Old Trafford og fengum að sjá m.a. búningsherbergið og fengum að labba þar sem leikmennirnir labba út á völlinn:
Eftir tour-inn fórum að versla í risastórri verslunarmiðstöð sem heitir Trafford Centre. Hún er 120.000 fermetrar og bílastæði fyrir 10.000 bíla – s.s. aðeins stærra en Kringlan ;) Við náðum að versla smá þarna – höfðum samt ekki mikinn tíma þar sem Gaui þurfti að ná flugvél til Köben. Þannig að um kvöldið röltum við Bjössi um miðbæinn og sáum meðal annars þessa skemmtilegu útipissuskál – Fólk getur tékkað á Facebook ef það vill sjá mynd sem Bjössi tók af mér að míga í þessa pissuskál ;) Síðan löbbuðum við framhjá stað sem var með svakalegt dresscode – það mátti nánast ekki neitt. Spurning hvort þetta hafi bara verið djók, ekki viss.
Daginn eftir, áður en við flugum heim fórum við í miðbæinn og versluðum alveg heilan helling. Það er eitthvað við útlönd – bara svo miklu skemmtilegra að versla þar – síðan er líka slatti af skemmtilegum búðum sem eru bara ekki á Íslandi.
Ég tók s.s. nokkur video – hérna eru þau í voða sniðugum YouTube playlista:
Líka hægt að smella hérna til að horfa á þetta á YouTube – aðeins stærra þar.
Já, þar hafið þið það… nokkuð löng færlsa, hellingur af myndum og video líka. Maður situr hérna sveittur langt fram á nótt til að klára þetta… vonandi er fólk gífurlega ánægt með þessa frammistöðu :)
Síðan er ég búinn að vera vinna í nokkrum mini-projects sem ég mun kynna von bráðar. Stay tuned!