Aw, yeah! Norðurljósatímabilið er hafið. Síðasta þriðjudag sá ég mér til mikillar gleði að það glitti í smá norðurljós. Þannig að ég dreif mig í að ná í myndavélina, þrífótinn og fjarstýringuna og skellti mér út í þeirri vona að ná þeim á mynd.
Norðurljósin voru nú ekki mjög sterk til að byrja með en síðan kom smá tímabil þar sem þau voru dansandi um himininn og ég náði að smella af 2 myndum (hvor mynd er rúmlega 90 sek. “exposure”).
Nú er bara um að gera að fylgjast með norðurljósaspánni og reyna ná fleiri flottum myndum af norðurljósum. Það gætu verið ágæt skilyrði núna á þriðjudaginn.