Ljósmyndir
Meira fisheye fjör – Miðsumarspartý í Menningarsetrinu og Halloween partý
Miðsumarspartýið heldur áfram (fyrri hlutinn er hérna). Síðan er þarna 1 mynd sem ég tók úr svaðilför sem við fórum í þegar við vorum á Bræðslunni síðasta sumar. Fórum nokkur úr hópnum í smá ferðalag afmælisdaginn minn inn í fjörð sem var þarna nálægt – og við urðum næstum því bensínlaus uppi á fjalli ;) Við böðuðum okkur í þessum læk.
Í lokinn eru myndir úr Halloween partý hjá Frikka og Betu.
[Read more…] about Meira fisheye fjör – Miðsumarspartý í Menningarsetrinu og Halloween partý
Fisheye fjör – sumar, gleði & partý
Um daginn fann ég 2 filmur sem ég átti eftir að framkalla. Ég skellti þeim í framköllun og þetta er fyrri hlutinn. Mér sýnist þetta vera partý í Menningarsetrinu í fyrra (vor/sumar) og afmæli þar sem við Óli, Hlynur og Lalli vorum ráðnir sem “crew” til að taka afmælið á næsta stig ;) Svo er það aftur partý á Menningarsetrinu, í þetta skipti Miðsumarspartý (sem var algjör snilld).
Mmm… Yesmine Olsson var gestakokkur í tilefni af 20 ára afmæli Nýherja
Virkilega góður matur :)