Já, það lítur út fyrir að ljósmyndanámið í Danmörku hafi borgað sig ;) Er maður ekki orðinn alvöru ljósmyndari þegar það er búið að “gefa út” mynd sem maður tók? Aglavegna… bæklingurinn er kominn á netið: PDF á Fordham síðunni. Síðan er hérna PDF í betri gæðum sem þau sendu mér. Myndin mín er þarna í hægra neðra horninu á fyrstu síðunni [hérna er hún á flickr].
Síðan er ég búinn að henda nokkrum nýjum myndum inn á flickr:
Nenni ekki að hafa þetta lengra. Hef ekkert tíma til að bulla endalaust – annað en sumir ;) – maður er á lokasprettinum með lokaverkefnið… Skilum 14. maí og síðan sýning 16. Ég held að kassinn af bjór sem ég vann í pókermótinu ætti að koma sér vel eftir þetta allt saman ;)