Miðannarprófin voru í síðustu viku, gekk ágætlega. Þetta er ágætur undirbúningur fyrir lokaprófin – svona til að sjá hvar maður stendur og hvernig prófin eru upp byggð.
Það var smá hittingur hjá Bjössa á laugardaginn, allir helstu spaðarnir mættir. Eftir tjill og nokkra bjóra var maður “plataður” niður í bæ með því yfirskini að módelið ætlaði á Hvebbann. En eftir að fólk hafði snætt pizzur voru allir bara á leiðinni heim. En við Bjössi vorum nú ekki alveg á þeim skónum og skelltum okkur á Vegamót – sem er ágæt tilbreyting frá hinum venjulega rúnt sem maður tekur oftast.
Yfir í aðra spaða – Hið reglulega mánudags-badminton var á sínum stað. Hörkuspennandi leikir og var maður alveg “on fire” þarna. Virkilega skemmtileg líkamsrækt.
Ákvað líka að fiffa albúmið aðeins þar sem það stóðst víst ekki helstu ISO-staðlana samkvæmt gæðastjórum bloggsins. Síðan er aldrei að vita nema maður skelli inn nokkrum myndum við tækifæri.
prívat húmor dagsins | “..plíííís! Plííííííííís! Plíííííííííííííííííís!”