Ég skellti mér til Akureyrar um páskana með Hlyni, Lauritz og Óla. Palli (okkar inside man á Akureyri) fékk líka að fljóta með. Aðal ástæðan fyrir þessu ferðalagi voru tónleikar GusGus í Sjallanum (af því að við erum svo miklar grúppíur).
Ég tók náttúrulega slatta af myndum og ég ætla að setja þær inn í nokkrum pörtum.
Hérna eru myndir úr fyrsta hluta ferðarinnar – keyrslan til Akureyrar. Maður á kannski ekki að vera taka myndir á meðan maður er að keyra en eitthvað verður maður að gera á svona ca. 5 tíma ferðalagi ;)