Var að koma úr ræktinni og sá að það var þetta svakalega sólsetur – eins og himinninn væri alelda.
Þannig að strax og ég kom heim greip ég myndavélina og skellti mér út að smella.
[Read more…] about Reykjavik sunset – sólsetur 25. júní 2009
Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)
Var að koma úr ræktinni og sá að það var þetta svakalega sólsetur – eins og himinninn væri alelda.
Þannig að strax og ég kom heim greip ég myndavélina og skellti mér út að smella.
[Read more…] about Reykjavik sunset – sólsetur 25. júní 2009
Rölti niður í miðbæ 17. júní til að tékka á stemmningunni og taka nokkrar myndir. Það var ágætt veður þótt það komu nokkrir dropar inn á milli.
Það eru alveg nokkrar myndir sem komu nokkuð vel út þótt ég segi sjálfur frá.
Er ekki upplagt að ljúka þessu með smá fisheye action?
Þetta var dúndur partý, góðar veitingar, góður hópur, góð stemmning – ég þakka fyrir mig. Um að gera að gera svona oftar :)
Bjössi var víst að útskrifast enn einu sinni og til að fagna því bauð hann til heljarinnar veislu. Ég mætti með græjurnar af því að það þarf að document-a svona legendary partý. Eins og í góðum partýum þá var ég ekki einn um að grípa í myndavélina. Fólk missti sig svona mismikið á myndavélinni – bara gaman að því – og bjóst ég við að þetta myndi enda í fleiri hundruð myndum. Þetta náði nú ekki alveg sama fjölda og í afmælinu mínu í fyrra en 348 stykki á 3,5 klst. er nú bara nokkuð gott.
Birtan var kannski ekki alveg nógu hagstæð þannig að maður þurfti vera með ISO í hæsta sem skilar sér í smá “noise” á myndunum – en það sakar ekki, við fílum það ruff, rugged & raw.
Þegar það eru teknar svona margar myndir er ekki hægt að komast hjá því að enda með allnokkrar glæsilegar myndir. Sumar eru góðir kandídatar til að fríska upp á prófílmyndir.
Allar óskir um censorship á myndum má senda inn hér ;)
Njótið:
Já, já, sumarið komið á dúndrandi hraða og sumar þýðir náttúrulega grill alla daga og stanslaus partý. Datt einmitt í þannig pakka fyrir nokkrum vikum og tók með fisheye lomo vélina í gamni. Úr því komu nokkuð hressar myndir…
En maður er alltaf að læra… Ætlaði að taka mynd af strætó þegar við keyrðum fram hjá honum en flassið dreif greinilega alls ekki og eina sem maður sér er endurskinið af umferðarskilti. Já, maður þarf að muna að fara nálægt ;)
Ég var svolítið í því að nota Bulb + flass tæknina. Ég s.s. stillti á Bulb og hélt takkanum inni í smá stund en sleppti síðan og þá kom flassið. Þá koma yfirleitt svona línur frá ljósunum en fólkið sést alveg þegar ég skvetti flassinu á það. Mér fannst það yfirleitt koma nokkuð skemmtilega út – ágæt tilbreyting frá venjulegum flass myndum.
Síðan eru nokkrar nokkuð random myndir bara til að klára filmuna…