Eru vínsmakkarar nokkuð í hlutastarfi? Eru þeir ekki alltaf í fullri vinnu?
Fyndið
Hvernig á að fá ókeypis Big Mac og mjólkurhristing
Ég er að lesa bókina Linchpin eftir Seth Godin. Ekki búinn með hana en þetta er mjög áhugaverð bók, fullt af góðum punktum og mikið sem maður er innilega sammála. Hún fjallar um að það er í rauninni ekki nóg bara að mæta snemma í vinnuna og fylgja reglunum.
Maður þarf að vera listamaður (hans skilgreining á hvað er að vera listamaður: somebody who does “emotional work”), hugsa sjálfstætt, gera aðeins meira en nákvæmlega það sem er ætlast til þín, bæta við smá “personal touch”… Þú átt ekki að vera með einn persónuleika í vinnunni og allt annan heima/annars staðar.
Einn punktur sem ég þarf að minna mig reglulega á er að vera ekki að fikta og föndra af óþörfu (eins og t.d. með þessa blogg-færslu) – bara dúndra hlutum út eins fljótt og hægt er. Það er alltaf hægt að bæta hlutina, þetta þarf ekki að vera fullkomið. Það er m.a. vitnað í Steve Jobs sem sagði víst: “Real artists ship”.
En á bls. 36 er virkilega góður brandari – ég hló alla vega í svona 5 mínútur þegar ég las þetta :)
Go to a McDonald’s. Order a Big Mac. Order a chocolate milkshake.
Drink half the milkshake.
Eat half the Big Mac.
Put the Big Mac into your milkshake and walk up to the counter.
Say, “I can’t drink this milkshake … there’s a Big Mac in it.”
The person at the counter will give you a refund. Why? Because it’s easier to give her a rule than it is to hire people with good judgment. The rule is, “When in doubt, give a refund.”
Mér fannst fáránlega fyndið að ímynda mér að troða Big Mac ofan í mjólkurhristing. Hlæ ennþá að þessu :)
Steven Seagal & Eva Joly in Justice Under Siege
Eva Joly var fyrir nokkru fengin sem sérstakur ráðgjafi til að aðstoða við að finna alla vondu kallana sem fluttu peninga á Tortola. Eva hefur víst gefið út bók sem heitir Justice Under Siege. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þessa bók var Steven Seagal – ég meina, Steven hefur leikið í klassa myndum eins og Urban Justice, Mercenary for Justice, Out for Justice og síðan náttúrulega Under Siege tvíleiknum.
Þannig að þessi brandari lá alveg beint fyrir. Ég ætlaði alltaf að gera eitthvað með þetta og núna var ég að klára að henda saman póster fyrir þessa stórkostlegu “kvikmynd”:

Þetta er nú frekar gróft photoshop en ég vildi bara henda einhverju einföldu upp í staðinn fyrir að fresta enn frekar að gera þetta.
The Lonely Island gaurarnir
Ég sá bíómyndina Hot Rod um daginn og hún var algjör snilld – fyrsta myndin sem ég gef 10 stjörnur [smá sidenote: stjörnugjöf er almennt séð frekar mikið bullshit – ég gef bara stjörnur út frá gut feeling og hversu mikið ég skemmti mér – og ég skemmti mér konunglega yfir Hot Rod]. Það eru þrír gaurar sem koma að þessari mynd (einn leikstýrir og hinir tveir leika) og þeir kenna sig við The Lonely Island.
Maður er búinn að vera fylgjast með vefsketsum frá The Lonely Island undanfarin ár og video-in eru yfirleitt mjög fyndin… húmorinn í vefsketsunum frá þeim er yfirleitt frekar súr þannig að maður bjóst alveg við svipuðu í Hot Rod.
Hérna eru nokkur góð video frá The Lonely Island – kannski ekki alveg best-of, en samt svona nokkurn veginn…
Klassískur skets – Just 2 Guyz:
Party over here!
Þetta er svona gott dæmi um hversu súr húmorinn þeirra getur verið ;)
Þeir gerðu líka nokkra þætti í seríu sem þeir kölluðu The ‘Bu (þar sem þeir voru að gera grín að The OC, One Tree Hill og öðrum svipuðum þáttum):
Young, sexy people that live in Malibu call it The ‘Bu, because when you say the entire word, it takes time, and then you wouldn’t be young anymore.
Þetta er fyrsti þátturinn – hægt að sjá hina þættina (8 í allt) af The ‘Bu hérna.
Síðan voru þeir greinilega að gera það góða hluti á netinu að Saturday Night Live ákvað að ráða þá og hafa þeir gert þónokkra sketsa (og eru ennþá að búa til nýja) undir nafninu SNL Digital Short. Einn af fyrstu sketsum sem þeir gerðu heitir Chronicles of Narnia (aka. Lazy Sunday aka Chronic(what?)cles of Narnia):
A Special Christmas Box (aka. Dick in a Box) er örugglega frægasti sketsinn þeirra – það var búið að horfa á hann 28 milljón sinnum þegar NBC ákvað að taka hann af YouTube1. Þeir fengu meira að segja Emmy fyrir þetta video fyrir “Outstanding Original Music and Lyrics”:
Þetta er alveg magnað video – tónlistin er líka frábær :) — People Getting Punched Just Before Eating (aka. Andy Punches):
Var reyndar búinn að setja þetta video á Tumblr í fyrra þannig að fólk hefur hugsanlega séð þetta áður – svosem eins með hin video-in, mjög líklegt að fólk hafi séð eitthvað af þessu áður þar sem þau eru nú frekar vinsæl – en alltaf gaman að sjá þetta aftur :)
Síðan finnst mér þetta video með Natalie Portman frekar kúl:
OK, eitt í viðbót :) Þetta er svo mikið random rugl – týpískur The Lonely Island húmor. Dopple Ganger:
Það er hægt að sjá fleiri SNL Digital Short myndbönd á NBC síðunni.
Hérna er síðan eitt magnað atriði úr myndinni Hot Rod:
Cool beans :) ..og þetta er ekki eitthvað vefremix – þetta var nákvæmlega svona í myndinni (fyrir utan rauða textann í byrjun og í lokinn). Gott dæmi um hvað sum atriði voru random og súr – en samt sprenghlægileg.
Já, maður ætti kannski að fara út í það að búa til nokkra svona vefsketsa sjálfur – gæti verið fjör :) Hver vill vera með?
Ég var að búa til orðið vefskets (Google skilar alla vega 0 niðurstöðum núna) – finnst fólki það gott orð? Er það lýsandi fyrir svona stutt (og fyndin) video á netinu? Er eitthvað annað orð sem hentar betur?
Jæja, ég ætla að halda áfram að pakka…
Ed Harris að auglýsa fyrir SÍBS?
Ég var að tékka á mbl.is og var bara að skrolla niður þegar mér sýndist ég sjá mynd af Ed Harris í auglýsingu þarna… þetta var s.s. auglýsing fyrir Happdrætti SÍBS. Efaðist nú um að SÍBS hefði sama budget og Kaupþing til að fá Hollywood celebrity til að auglýsa fyrir sig – og þegar auglýsingin var búin að rúlla einn hring og myndin af gaurnum kom aftur sá ég nú að þetta var ekki Ed Harris. En finnst ykkur þeir ekki svolítið líkir?
Hey, ein pæling… nú fékk ég svona meh viðbrögð síðast þegar ég tékkaði hvort fólk hefði áhuga á því að ég væri að pósta tónlist. Síðustu ár hef ég í gamni verið að setja saman playlista sem ég kalla “Hress 200#”. Þannig að ég er með á tölvunni þennan gífurlega hressa playlista Hress 2007 – nú er bara spurning hvort einhver þarna úti hafi áhuga á að ég pósti þeim lista (með tóndæmum)?
Ritstuldur! Fossvogskonan svífst einskis…
Ég veit að bloggið mitt er alveg æðislegt, fáránlega vel skrifað og stútfullt af fróðleik sem þúsundir aðdáenda bíða spenntir eftir að lesa… en mér finnst þetta frekar gróft [ok, hún hefur líklega tekið eftir að fólk var búið að fatta hvað hún gerði þannig að hún er búin að læsa blogginu núna – en hérna sjáið þið screenshot af færslunni – síðan er líka alltaf hægt að nota Google cache]. Kannast lesendur eitthvað við textann þarna? Þið getið skoðað færsluna mína Iceland Airwaves 2007 og borið saman – hún hefur bara ákveðið að kópera stóran hluta af færslunni minni og nota á blogginu sínu. Síðan bætir hún við einhverju bulli sjálf í lokinn á færslunni. Já, hún setti líka svona glæsilega (og viðeigandi) hreyfi gif-mynd af hundi þarna efst. Gaman að þessu.
En ég virðist ekki vera eina fórnarlambið í stóra ritstuldar málinu. Rakst fyrir tilviljun á þetta blogg (áður en ég fattaði að fossvogskonan hafði stolið frá mér líka). Síðan er DrumaTix búinn að finna fleiri síður sem hafa lent í þessu. Eitt sem ég tók eftir – fórnarlömbin eiga eitt sameiginlegt, þau nota öll WordPress. Kannski er Fossvogskonan að nota einhverja WordPress leitarvél til að finna efni…
Eftir smá rannsóknarvinnu fann ég út að hún stendur líklega líka bakvið http://www.123.is/lalla/ – Hún er reyndar búin að læsa þessu bloggi en Google er með gamalt afrit þar sem kemur fram:
Önnur vefsíða:
http://fossvogskonan.blogspot.com/Um:
Er komin með nýtt blogg, þetta verður aðeins fyrir myndir, sem eru ennþá opnar
Síðan ef maður fer að grafa aðeins lengra virðist sem hún heiti Þorbjörg og búi… jú, í Fossvoginum.
Hún er líklega líka með þetta blogg – þetta virðist líka verið að mestu stolið (myndirnar þarna eru alla veganna af mörgum mismunandi 123.is bloggum). [ok, hún er líka búin að læsa þessu bloggi – busted! It’s all over]
Þetta er kannski trick hjá henni til að fá smá athygli. Það virðist alla veganna sem það hafi tekist. Þetta er líka sniðug lausn ef þú veist ekki hvað þú átt að blogga um – bara nota það sem aðrir eru að blogga ;)
En nú þegar hún er búin að loka bloggunum sínum væri fróðlegt að vita hvort hún haldi áfram að kópera blogg færslur hjá öðrum og setja á bloggin sín… Kannski er hún bara að safna saman skemmtilegum færslum svo hún geti auðveldlega skoðað þær aftur seinna. Hver veit…
Þetta er frekar fyndið allt saman. Gaman að svona rugli :)