Já, já, já… ég skellti mér víst til Barcelona fyrir fleiri, fleiri mánuðum síðan. Hérna er fyrsti myndapakkinn – Íbúðin sem við bjuggum í, smá rölt um borgina og svona…
[Read more…] about Barcelona Tour 2008 – part 1 – The party pad, etc. – MYNDIR!
Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)
Já, já, já… ég skellti mér víst til Barcelona fyrir fleiri, fleiri mánuðum síðan. Hérna er fyrsti myndapakkinn – Íbúðin sem við bjuggum í, smá rölt um borgina og svona…
[Read more…] about Barcelona Tour 2008 – part 1 – The party pad, etc. – MYNDIR!
Ég hef fundið nýja leið til að spara tíma svo ég sé fljótari að setja myndir á netið – bara henda öllu inn, ekki filter-a eða review-a þetta… bara láta þetta allt flakka, sama þótt það séu nokkrar eins myndir og einhverjar misgóðar myndir.
Síðan hjálpar það líka að ég er ekki lengur í böggi með Automate > Batch fídusinn í Photoshop. Ég lenti alltaf í því þegar ég keyrði þetta að JPEG Options glugginn opnaðist við hverja mynd og ég þurfti að ýta á OK – ekki svo automatic ;) En maður þarf víst að taka upp action þar sem maður Save-ar skrána (með Save As…), með Quality og skráarnafnið skráð í þetta action. Síðan þegar maður er í Automate > Batch hefur maður bara hakað við Override Action “Save As” Commands og þá er þetta allt í góðu :D
Ég fór eitt kvöldið út að taka myndir af umferðinni á Hringbraut – hérna er það sem kom út úr því. Þegar ég stóð á brúnni sá ég að það var kviknað í Tjörninni – það var víst að kveikja kerti til að minnast Hiroshima. Þannig að það er smá bonus footage þaðan.
Mér finnst svona nætur-umferðar ljósmyndir frekar töff – hef verið að prófa mig smá áfram og mun pottþétt taka fleiri svona myndir.
Annað í fréttum… ég er aftur á leiðinni í ferðalag. “Aftur? Hvað meinaru?” Jamm, ég er víst eitthvað búinn að vera að ferðast smá undanfarna mánuði og þetta er allt á todo listanum: blogga um ferðirnar, setja inn myndir, setja inn video, o.s.frv… Ég gæti tekið upp á því að taka bara skorpu í september og dúndra inn fullt af færslum, þúsundum ljósmynda, tuga kvikmyndaskeiða og örðu skemmtilegu. Stay tuned…
Ég veit ekki alveg hvað gerðist – það er alltof langt síðan ég bloggaði síðast… Virðist sem ég hafi verið upptekinn við eitthvað annað. En ég er búinn að vera pósta nokkuð reglulega á twitter – þannig að það er ekki eins og þið hafið ekki haft neitt að lesa ;) Ég ætla nú ekki að fara að lofa upp í ermina á mér en ég hef fulla trú á því að næsta færsla komi eftir ekki svo langan tíma – Það er náttúrulega bara skandall að láta næstum mánuð líða á milli færslna, það sæmir ekki svona A-list bloggara eins og mér. Höfum þetta spennandi – ef ég blogga ekki aftur innan 7 daga þá verð ég að blogga daglega í viku. Hvernig hljómar það? :)
Eins og ég nefndi í síðustu færslu þá skrapp ég til Manchester til að horfa á Manchester United spila gegn Sunderland. Ég er loksins búinn að henda inn myndunum sem ég tók – 161 stykki komið inn. Tékk it át píps. Ég var ekki að censor-a myndirnar alltof mikið – henti inn nánast öllum myndunum sem ég tók, sama hvort þær voru úr fókus eða ekki.
Ég var svona frekar trigger-happy á vellinum – Það eru svona 40 myndir nánast í röð sem eru bara af fótboltavellinum (basically grænn flötur og litlir kallar) á meðan leikurinn var í gangi – kannski ekki hægt að sjá fáránlega mikið, en þó eitthvað. Þeir sem hafa ekki áhuga á þeim myndum geta bara hoppað um 4 síður eða svo.
Það er svo langt síðan að ég kom heim að ég man ekkert hvað við gerðum þarna ;) Gott að hafa myndirnar til að hjálpa sér… já, við gistum á Trafford Hall Hotel sem var svona frekar spes – kannski ekki alveg það sem við bjuggumst við (og þó, miðað við hvað þetta var ódýrt) – en þetta var ágætist svefnaðstæða. Við byrjuðum laugardaginn á því að fara að Old Trafford til að sækja miðana – en það var einhver töf á þeim þannig að við fórum að leita okkur að brunch. Fundum Pizza Hut og biðum spenntir eftir því að þeir opnuðu. Það reyndist vera svolítið erfitt að fá miðana – það var alltaf “þeir koma eftir klukkutíma… eftir hálftíma…”. En það hafðist að lokum.
Við fórum aftur á hótelið en röltum stuttu seinna á völlinn. Það var múgur og margmenni sem streymdi á völlinn – enda seldust upp allir miðarnir – það voru tæplega 76.000 áhorfendur. Sætin okkar voru frekar hátt uppi en þetta var fínt – maður var alveg fyrir miðju og sá vel yfir allan völlinn. Í stuttumáli þá vann Manchester 1-0. Nokkuð spennandi leikur – nokkur dauðafæri, góð stemmning í áhorfendum og bullurnar að púa á Sunderland aðdáendurna.
Um kvöldið skelltum við okkur í bæinn til að taka púlsinn á næturlífinu í Manchester. Eitt sem maður lærði á því – maður þarf greinilega að muna að vera rétt klæddur af því að það voru nokkrir staðir sem meinuðu okkur aðgang af því að Gaui var í hvítum strigaskóm. En okkur tókst að komast á einn stað þar sem voru engir fordómar. Hann var mjög spes – Sci-Fi leikföng og aðrir minjagripir upp um alla veggi, Ghostbusters í sjónvörpunum og gaurar í Ghostbusters-búningum. Það var reyndar frekar þungt loft – þetta var niðurgrafin hola (s.s. engir gluggar) og það hefur verið einhver lágmarks loftræsting. En það var fyndið að sjá þetta :)
Daginn eftir fórum við í tour um Old Trafford og fengum að sjá m.a. búningsherbergið og fengum að labba þar sem leikmennirnir labba út á völlinn:
Eftir tour-inn fórum að versla í risastórri verslunarmiðstöð sem heitir Trafford Centre. Hún er 120.000 fermetrar og bílastæði fyrir 10.000 bíla – s.s. aðeins stærra en Kringlan ;) Við náðum að versla smá þarna – höfðum samt ekki mikinn tíma þar sem Gaui þurfti að ná flugvél til Köben. Þannig að um kvöldið röltum við Bjössi um miðbæinn og sáum meðal annars þessa skemmtilegu útipissuskál – Fólk getur tékkað á Facebook ef það vill sjá mynd sem Bjössi tók af mér að míga í þessa pissuskál ;) Síðan löbbuðum við framhjá stað sem var með svakalegt dresscode – það mátti nánast ekki neitt. Spurning hvort þetta hafi bara verið djók, ekki viss.
Daginn eftir, áður en við flugum heim fórum við í miðbæinn og versluðum alveg heilan helling. Það er eitthvað við útlönd – bara svo miklu skemmtilegra að versla þar – síðan er líka slatti af skemmtilegum búðum sem eru bara ekki á Íslandi.
Ég tók s.s. nokkur video – hérna eru þau í voða sniðugum YouTube playlista:
Líka hægt að smella hérna til að horfa á þetta á YouTube – aðeins stærra þar.
Já, þar hafið þið það… nokkuð löng færlsa, hellingur af myndum og video líka. Maður situr hérna sveittur langt fram á nótt til að klára þetta… vonandi er fólk gífurlega ánægt með þessa frammistöðu :)
Síðan er ég búinn að vera vinna í nokkrum mini-projects sem ég mun kynna von bráðar. Stay tuned!
Fólk hefur kannski tekið eftir þessu “Hvað er í gangi?” dóti sem ég setti hérna fyrir ofan. Veit ekki hvort að fólk hafi mikið verið að tékka á þessu en þetta er s.s. tekið frá Twitter. Twitter er eitt af þessum hipp og kúl Web 2.0 síðum og þar sem maður er svo mikill “early adopter” þá ákvað ég að testa þetta til að sjá hvort það væri eitthvað varið í þetta. Það má segja að Twitter sé eins konar örblogg, en það gengur út á að svara spurningunni “What are you doing?” og getur þú uppfært í gegnum netið, úr símanum þínum (SMS) eða með IM.
Þetta er kannski ekki ósvipað “Status Updates” á facebook – en þetta er aðeins meira líbó, það sem maður skrifar þarf ekki að vera í framhaldi af “Hannes is…”. Síðan getur maður líka svarað twitter skilaboðum frá öðrum og sett inn linka með skilaboðunum. Það má líka segja að það séu svipaðar pælingar bakvið þetta og “personal message” á MSN. Margir nota það til að setja inn skilaboð um eitthvað sem þeir voru að gera eða eru að fara gera. Þannig að ef þú setur það (líka) á twitter ertu kominn með safn af sniðugum skilaboðum sem þú vildir endilega koma á framfæri.
Maður er miklu frekar til í að skrifa reglulega svona stuttar “uppfærslur” heldur en að skrifa daglega blogg færslur (sem geta tekið dágóðan tíma)… Það er ekki eins mikil pressa að skrifa eitthvað af viti þegar þú hefur bara pláss upp á 140 stafi ;)
Maður getur skráð sig á Twitter og bætt við einhverju liði sem maður vill fylgjast með – síðan getur þú valið um að fá uppfærslur sendar í gegnum SMS og/eða á vefnum. Annars getur fólk bara tékkað á Twitter síðunni minni – það er meira að segja boðið upp á RSS feed.
Það sem mér finnst sniðugast við Twitter er að þú getur uppfært í gegnum símann þinn. Mér tókst reyndar ekki fyrst að staðfesta símann minn (þegar ég var hjá Vodafone) – en eftir að ég skipti yfir til Símans þá ákvað ég að prófa aftur… og það gekk.
Ég veit ekki hversu mikill áhugi er fyrir svona örbloggi – en fólk vill “vita allt um hvað ég geri” er það ekki? Ég held samt að þetta væri líklega aðeins áhugaverðara ef maður væri að gera eitthvað sérstakt – eins og þegar maður er á ferðalagi (t.d. á InterRail) eða á festivali (eins og Iceland Airwaves). Ég mun t.d. hugsanlega uppfæra aðeins oftar en venjulega þegar ég skrepp til Manchester núna um mánaðarmótin – er áhugi fyrir því?
Til að birta þessi update á blogginu nota ég twitterRSS plug-inið (með smá breytingum) – en það er eitthvað bögg með íslensku stafina. Nenni varla að hakkast í þessu til að fiffa það – þannig að ég held ég skipti bráðum yfir í javascript lausnina sem Twitter býður upp á.
Talandi um web 2.0 þá er ný síða frá digg liðinu sem heitir Pownce. Þeir opnuðu núna í sumar og þetta er “invite only”. Maður er nú ekki búinn að testa þetta alveg nóg en þetta er hugsað til þess að senda skilaboð til vina þinna, skipuleggja atburði og auðveldlega senda skrár þvers og kruss. Ég held að sniðugasti fídusinn sé að maður getur sent (frekar) stórar skrár sín á milli – skrárnar geta reyndar verið max 10 MB (nema þú sért Pro – sem kostar $20 á ári). En það er upplagt til að skiptast á sniðugum MP3 lögum. Ef fólk hefur áhuga á að prófa þetta látið mig vita – ég er með 6 5 [Einar búinn að taka eitt] invite.
OK, þetta var kannski of mikið nördatal fyrir suma lesendur… Ætti ég kannski frekar bara að setja inn einhver sniðug video?
Já, viti menn – maður skellti sér bara til New York um þar-síðustu helgi. Það vildi þannig til að mamma og pabbi ætluðu að nýta einhverja vildarpunkta sem voru að renna út þannig að þau ætluðu að fara í stutta ferð til Bandaríkjanna. En síðan þurfti mamma að halda einhvern fyrirlestur í Úkraínu fyrir WHO þannig að hún komst ekki. Þau ætluðu þá bara að fresta ferðinni – en síðan kom það upp að ef miðarnir yrðu ekki notaðir fyrir 10. desember þá myndu þeir renna út.
Þannig að ég og pabbi hoppuðum stutt til New York. Maður er búinn að dreyma um að fara til New York í langan tíma þannig að þetta var náttúrulega algjör snilld. Ég missti mig svona nett á myndavélinni og var eins og versti japanski túristi – tók yfir 500 myndir á ca. 2,5 dögum og ég er búinn að setja megnið af þeim inn hérna.
Maður var nú aðallega að túristast og versla smá. Við skelltum okkur í svona hop on, hop off sightseeing bus – maður sá alveg helling af borgin á stuttum tíma þannig. Hoppuðum af í Soho og tékkuðum á frekar töff veitingastað sem heitir Balthazar.
Síðan var náttúrulega möst að tékka á Rockefeller trénu. Fórum líka á Times Square – alveg magnað pleis – það kom alveg hellidemba og þá kom einhver blökkukona og öskraði “Umbrellas, umbrellas, umbrellas!” stanslaust í 10 mínútur, eða s.s. þangað til að það stytti nokkurn veginn upp – en hún seldi líka alveg helling af regnhlífum ;)
Laugardagsmorguninn á meðan ég var að bíða eftir lestinni í borgina lenti ég í smá Phone Booth dæmi:
Ég sleppti því að svara – nennti ekki taka sénsinn á að það væri einhver sækó sniper á línunni… og þó, maður hefði kannski getað chattað við Kiefer Sutherland.
Við ætluðum upp í Empire State en það var 2 klst. biðröð þannig að við slepptum því. En við röltum bara um jarðhæðina… Skoðuðum Apple búðina sem er svona temmilega töff sjoppa. Bara glerkassi og síðan er allt batterýið neðanjarðar. Síðan þarf maður ekkert að fara á kassann til að borga – fullt af gaurum um alla búð með posa og síðan senda þeir þér bara reikninginn í e-mail.
Það var nóg af stretch Escalade/Hummer/whatever og öðrum limmum í NYC – nóg af bling bling… Síðan á leiðinni á Penn Station fór leigubíllinn niður Times Square þar sem ég tók þetta skemmtilega myndskeið:
Ég setti fleiri video á YouTube.
Við sáum fullt af frægu fólki í house of wax. Við löbbuðum eitthvað meira, versluðum smá og síðan þurftum við að drífa okkur á flugvöllinn.
Á JFK labbaði Mark Ruffalo framhjá mér – gífurleg gleði, ég ætlaði ekki að trúa því að ég færi til New York án þess að sjá eitthvað celebrity.
Það var reyndar yfir 2 klst. seinkunn á fluginu heim af því að einhver fugl flaug á flugvélina og það þurfti að tékka allt – en við fengum samt ekkert að vita fyrr en svona klukkutíma eftir að flugvélin hefði átt að fara af stað – það stóð bara alltaf Closing.
En mynd segir meira en 1000 orð þannig að ég hvet alla til að tékka myndunum sem ég setti inn – ekki gaman að eyða öllum þessum tíma í að setja þessar myndir inn ef engin skoðar þær ;) Síðan setti ég líka nokkrar vel valdar myndir á flickr – það er líka hægt að sjá þær sem voða fínt slideshow.
Ég er alveg að dýrka flickr – þetta er alveg AJAXað til helvítis þannig að það er allt bara click, drag & drop… maður getur edit-að nánast allt án þessa að þurfa að hlaða nýja síðu í hvert skipti. Kúl stöff.
Ég veit, ég veit… en ég hef bara verið upptekinn. En dömur mínar og herrar – ég kynni nýtt og glæsilegt myndagallerý.
Fyrir áhugasama er þetta myndagallerý byggt á Gallery og síðan notaði ég plug-in sem kallast WPG2 sem sameinar WordPress og Gallery. Þetta er ein snilldin við WordPress – það eru til alveg hellingur af alls konar plug-ins til að bæta og kæta blöögið manns.
Það er spurning hvort ég sleppi næst að fiffa svona við myndirnar – laga ljós og liti, stærð á myndum, o.s.frv… og skelli þessu bara á netið eins og þetta kemur úr myndavélinni. Þetta getur nefninlega tekið nokkurn tíma sem þýðir bara að myndirnar koma seinna á netið.
Ég var nú eitthvað að fikta í þessu gallery dóti og það eru alls konar sniðugir fídúsar í þessu – það ætti t.d. að vera hægt að kömmenta á myndirnar – bara ekki búinn að finna hvernig maður gerir það… Myndi fólk vilja kömmenta á myndir – ætti ég eitthvað að reyna redda því? Síðan getur fólk líka gefið myndum einkunn – gífurlega skemmtilegt allt saman.
En já, ferðasaga… það er náttúrulega möst að fara eitthvað á sumrin. Ég skellti mér til Slóveníu og Króatíu – eiginlega bara af því að maður hafði ekki farið þangað áður og að þetta var sunnarlega.
Áður en flogið var til Ljubljana gistum við í London í eina nótt og notuðum tímann til að túristast smá. Í Ljubljana beið okkar eitt flottast hótel sem ég hef gist á. Fáránlega töff herbergi með 42″ plasma sjónvarp á veggnum.
Í Ljubljana vorum við bara að túristast og tékka á því helsta – kastalinn, Tivoli garðurinn… Við fórum náttúrulega líka í rannsóknarleiðangur til að kanna hvort Slóvenar kunni að djamma.
Bjöllustrákurinn á hótelinu mælti með tveim stöðum – fyrst tékkuðum við á Global sem var á 5. hæð í einhverri blokk/verslunarhúsnæði. Við fyrstu sýn leit þetta út fyrir að vera fínn staður, flott útsýn af svölunum og ágætlega stór staður. En tónlistin var ekki það besta sem maður hefur heyrt á klúbbi – og hún var ekki mikið að skána. Kannski var það af því að þetta var mikið svona lókal tónlist, en ég var alla veganna ekki að fíla þetta í tætlur. Besta lagið sem var spilað þarna var Ace of Base – All That She Wants enda trylltist lýðurinn þá. Sjálft dansgólfið var í miðjunni en það var frekar skrítið að það voru tjöld í kringum það sem voru ekki dregin upp fyrr en einhvern tíman eftir miðnætti – þá var náttúrulega frekar mikil pressa og enginn þorði á dansgólfið fyrr en eftir nokkur lög. Síðan fannst mér líka skrítið þegar ég fékk White Russian í Martini-glasi og til að toppa það fékk ég lime með – Þú setur ekki súraldin í mjólkurdrykk, hefur fólk ekki séð hvað gerist ef maður blandar saman appelsínusafa og mjólk?
Við nenntum ekki að hanga þarna mikið lengur og skelltum okkur á Bacchus Bar. Þar var mun betri tónlist, dance/techno í kjallaranum og uppi var klassískt popp – og alveg troðið af fólki. En barþjónninn vildi ekki kannast við White Russian – var ekkert að skilja þegar ég bað ítrekað um White Russian og gaf mér bara vodka on the rocks.
Heimurinn er alltof lítill… eitt kvöldið í Ljubljana vorum við að rölta um bæinn að leita okkur að stað til að borða á. Við sáum veitingastað sem leit ágætlega út, þjónninn benti okkur að setjast bara hvar sem er og við hlömmuðum okkur á næsta borð. Þegar við vorum sestir áttuðum við okkur á því að það voru Íslendingar á næsta borði – tveir gaurar á InterRail ferðalagi. Þeir voru víst að koma frá Belgrad og voru svona í svipuðum pakka og við fyrir 2 árum. Þeir kvöddu síðan og fóru að leita að einhverjum subbulegum lókal pöbb.
Síðan má ekki gleyma Casino-inu sem var í kjallaranum á hótelinu – frekar töff. Allt voða bling-bling og fancy. Maður testaði þetta eitthvað smá en missti sig nú ekki alveg – hefði verið verra ef maður hefði tapað öllum gjaldeyrinum þarna.
Eftir nokkra daga dvöl í Ljubljana kvöddum við hótelið og hoppuðum upp í rútu til Króatíu. Áfangastaðurinn okkar var Porec, lítill túrista/strandar-bær ekki mjög langt frá landamærunum.
Í Porec var aðallega túristast og drukkið. Það rigndi nokkra daga á meðan við vorum í Króatíu og þá var lítið hægt að gera annað en að hoppa inn á einhvern stað og fá sér einn bjór eða svo.
Á kvöldin hoppuðum við á milli pöbba og tékkuðum líka á nokkrum klúbbum sem voru þarna í nágrenninu. Eins og ég sagði frá tékkuðum við á International Club sem maður var ekki alveg að fíla í tætlur. Hann var mjög stór og það er örugglega dúndur stemmning þarna þegar það er vel pakkað – en það var bara heldur fámennt (miðað við hvað margir hefðu komist fyrir) þegar við mættum. Annað hvort er staðurinn bara yfir-hype-aður eða þá komum við ekki á réttu kvöldi.
Cocktails & Dreams (eða C&D eins og hann var kallaður) var einn besti staðurinn sem við fórum á – brillíant DJ sem var með alveg fáránlega smooth dance session (DJ Mr. Cheff held ég að hann heiti). Síðan var ekki verra að staðurinn var svona 2 húsum frá hótelinu okkar. Annar staður sem var líka frekar góður var eiginlega inn í skógi við ströndina þarna. Við fyrstu sýn virtist þetta bara vera lítil og nett krá en síðan labbaði maður niður í kjallarann og þar var alveg vel pakkað af fólki (örugglega nokkur hundruð manns). Þar gat maður tjillað og horft á eldingar við sjóndeildarhringinn.
Á hótelinu vorum við með þýskt MTV sem maður tékkaði stundum á. Hérna er smá tóndæmi um þýskt rapp:
Jan Delay – Klar | Kool Savas – Das ist OR
Þegar það fór að hitna í kolunum greip maður tækifærið, skellti sér út á eyjuna með bátnum og tanaði sig í drasl á meðan maurar stálu snakkinu okkar.
Einn daginn var ekki alveg nógu gott veður til að geta verið að sóla sig. Þannig að við leigðum okkur hjól og hjóluðum strandlengjuna fram og til baka.
Þegar dvölinni í Porec var lokið tókum við rútu til Trieste þar sem við löbbuðum um alla borgina að leita okkur að einhverju að borða. Það tók sinn tíma og þegar við vorum loksins búnir að matast voru komnar þrumur og mígandi rigning. Þannig að við tókum leigubíl aftur á rútustöðina.
Á flugvellinum voru gífurlega skemmtileg skilaboð til þeirra sem voru á leiðinni til London – engin raftæki né vökvar leifðir í handfarangri. Það þýddi s.s. iPod, batterý, gemsi, vatn… og maður þurfti að endurpakka smá.
Eftir smá brölt komst maður loksins á hótelið í London. Það er spurning hvort maður auðveldi sér málið næst ;)
Í London var það m.a. flipp photosession á Piccadilly og pöbba-rölt sem endaði síðan með pulsu á Oxford Street. Síðan vorum við að labba um London og lentum í einni mestu rigningu nokkurn tíman – og ég sem var nýbúinn að fara í sturtu.
Þar hafið þið það… ef þú last í gegnum þetta allt (og smelltir á alla linkana) : til hamingju – þetta er örugglega lengsta færsla sem ég mun nokkurn tíman skrifa á þessu bloggi. Mér finnst að þú ættir að skrá nafn þitt í sögubækurnar fyrir þetta merka afrek og kommenta…