Síðan eru hérna nokkrar myndir frá deginum eftir ágætlega viðburðaríkt kvöld.
Við tókum léttan rúnt í kringum Krókinn og héldum síðan heim til Reykjavíkur.
Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)
Síðan eru hérna nokkrar myndir frá deginum eftir ágætlega viðburðaríkt kvöld.
Við tókum léttan rúnt í kringum Krókinn og héldum síðan heim til Reykjavíkur.
Jæja, við mættir á Krókinn, búnir að fá okkur pizzu frá Ólafshúsi og þá tók bara við aðal tilgangur ferðarinnar: að halda magnaðast partý sem Kræklingar hafa kynnst.
Ég tók reyndar aðallega partýmyndir á filmuvélarnar sem ég var með en hérna eru nokkrar sem ég tók um nóttina.
Við Hlynur fórum í smá ferðalag að reyna finna meira áfengi og þegar við komum aftur voru allir farnir á skemmtistaðinn Mælifell. Þannig að við héldum bara þriggja manna VIP partý með Ómari sem við hittum á Kaffi Króki. Þetta exclusive partý var algjör snilld og gríðarlega góð stemmning – restin af liðinu mætti síðan þegar Mælifell lokaði og fljótlega fylltist húsið. Það var eitt atvik sem setti vissulega sitt mark á parýið/ferðina en það er miklu skemmtilegra að heyra/segja söguna face-to-face þannig að ég segi bara eitt: Cougar.
Við buðum tveim Finnskum stelpum í partýið sem við hittum fyrir utan húsið. Síðar um kvöldið tók ein þeirra upp á því að tala íslensku – og bara skuggalega vel. Það var frekar spes – maður var ekki alveg að átta sig á því hvað var í gangi ;) Minnti mig svolítið á The 13th Warrior þar sem Antonio Banderas byrjaði allt í einu að skilja íslensku – ég hélt að ég væri kannski farinn að skilja finnsku eða hún búin að læra íslensku á einu kvöldi með því að hlusta á okkur tala eða eitthvað ;)
Þegar það var farið að líða undir morgun og búið að henda megninu af liðinu út þá vorum við að tjilla úti á svölum, djammliðið af Mælifelli var að hanga á götunni við húsið okkar og við sáum að það var einhver gaur að míga á húsið. Óli ákvað í gamni að hella vatni (eða einhverju) við hliðina á honum til að stríða honum – ég meina, come on, þú ert að míga á fkn húsið “okkar”. En þá varð allt vitlaust! Einhver af félögunum hans sökuðu okkur um að hrækja á hann og þá var náð í fleiri vini og það var einn sem var sérstaklega æstur. Hann vildi alveg endilega koma upp til okkar og “ræða málin”.
Hann hafði greinilega eitthvað á móti utanbæjarliði af því að hann öskraði á okkur að fara til Reykjavíkur og stuttu seinna sagði hann okkur að fara aftur til Akureyrar. Hann virtist líka hafa eitthvað á móti menntun af því að hann kallaði okkur helvítis háskólapakk – og sagði að við ættum að borga Icesave. En hann hafði greinilega mjög sterka skoðun á tísku og útliti af því að hann mælti eindregið með að Óli færi í klippingu.
Sem betur fer var hurðin niðri læst en þar sem við vorum ekki alveg tilbúin til að opna fyrir þeim fóru þeir að þjasnast á hurðinni og enduðu með að brjóta gluggann í hurðinni. Þá var hringt á lögguna, sem kom innan skamms. Við tók skýrslutaka og annað skemmtilegt. En þetta endaði sæmilega, daginn eftir var rætt við félagana og þeir samþykktu að borga gluggann. Til að safna gögnum fyrir “málið” þá tók ég nokkrar myndir af kauða ;)
Myndir úr stóru vélinni sem ég tók á leiðinni á Krókinn.
Algjört möst að stoppa reglulega til að teygja sig og taka nokkrar myndir… Síðan eru náttúrulega líka klassísku stoppin á leiðinni norður: Staðarskáli og Blönduós.
[Read more…] about Sauðárkrókur road trip – Keyra til Sauðárkróks
Við félagarnir skelltum okkur til Sauðárkróks um helgina… Alltaf gaman að ferðast smá um landið og upplagt að skella sér í road trip á Krókinn.
Ég kem kannski með meiri details í næstu ljósmyndafærslum sem koma vonandi á næstu dögum en í stuttu orði var þessi ferð snilld – hellingur af hressandi uppákomum. En ég var s.s. með eina eða tvær myndavélar á lofti, jafnvel fjórar ;)
Síðan smá útidúr… ég tók eftir að gæðin á myndunum voru ekki alveg nógu góð eftir að ég minnkaði þær. Þannig að ég tók upp nýtt action í Photoshop sem geymir myndirnar í betri gæðum (quality 10 í staðinn fyrir 8). Ég nota s.s þetta action í Automate > Batch til að minnka allar myndirnar í albúminu í einu. Þannig að núna ættu myndirnar vonandi að líta aðeins betur út… Það þýðir reyndar að myndirnar eru aðeins stærri og gæti tekið smá lengur að birtast – en maður hefur alltaf þolinmæði fyrir fegurð, ekki satt ;)
Fyrsta myndavélin sem ég eignaðist var APS myndavél – Kodak Advantix 3600ix – sem ég fékk í fermingargjöf. Þá var þessi APS tækni frekar ný og þetta þótti voða kúl. Ég tók nú töluvert af myndum á hana – samt aðallega þegar ég fór í ferðalög eða það var eitthvað sérstakt í gangi. En ég hætti eiginlega alveg að nota hana þegar ég fékk stafræna myndavél.
Þannig að þessi myndavél hefur eiginlega bara legið upp í hillu frekar lengi… Einhvern daginn var ég að tékka á henni og mig minnti að það væri filma í henni og búið að taka nokkrar myndir á hana – en hún var batteríslaus. Þannig að ég keypti batterí og fór smá saman að vinna í því að klára filmuna. Aðallega af því ég var forvitinn að sjá þessar gömlu myndir sem var búið að taka á filmuna – mundi ekkert hvenær ég notaði myndavélina síðast.
Ég var að klára filmuna í gær og skellti henni í framköllun í dag hjá Pixlum. Þá kom loksins í ljós að fyrstu myndirnar á þessari filmu tók ég á InterRail ferðalaginu 2004 – í Hollandi og Þýskalandi.
Filman er frekar gömul (örugglega keypt 2003, jafnvel lengra síðan) og það koma svolítið sérstakir effect-ar – litirnir svolítið bjagaðir og rauð slikja yfir þessu. En þetta er bara töff – eiginlega smá lomo lúkk á þessu ;)
[Read more…] about Falinn fjársjóður – gróf upp gamla APS filmu
Ég tók líka nokkur video í þessari ferð…
Eins og margt annað á Friðriki V var klósettið mjög glæsilegt þannig að mér fannst alveg bráðnauðsynlegt að document-a það – líka út af tónlistinni sem var sérlega hressandi:
Ég tók nú aðallega upp myndbönd á GusGus tónleikunum og hérna er syrpan:
GusGus – Live – Sjallinn – Smá Ladyshave spuni
Eins og áður kom fram þá skelltum við okkur á Tikk Takk eftir tónleikana. Þar hittum við Ívar beatboxara og hann tók nokkur beats með okkur:
Beatboxing á Tikk Takk Akureyri
Leiðin heim til Reykjavíkur er nokkuð löng og til að stytta okkur stundir tókum við upp hina stórkostlegu stuttmynd Lækkun stýrivaxta hjá Seðlabanka Íslands:
(einnig á Vimeo)
maple var í leikstjórastólnum.
Þar hafið þið það… þá er bara að hefjast handa á næsta ljósmyndapakka.