via Instagram
Ferðalög
4 mánuðir af Hannesi – Everyday verkefni í vinnslu
Jú, jú… ég held áfram ótrauður. Komnir 4 mánuðir af efni:
Þarna eru meðal annars myndir af mér í skálum uppi á hálendinu þegar við vorum að ganga Laugaveginn. Sem og mynd af mér á Greifanum á Akureyri þegar við vorum að keyra hringinn um síðustu helgi. Já, og síðan smá grín :)
Annáll: Árið 2010 í baksýnisspeglinum
Jááá… 2010 bara búið. Mér fannst 2010 kúl ár. Twenty ten. MMX.
Spurning að taka smá recap/upprifjun/annál… hvað var ég að gera árið 2010? Hvað er minnisstæðast?
Mac switch
Hmm… gerðist ekkert merkilegt fyrri hluta 2010? Ja, jú, ég skipti úr PC yfir í Mac. Back to the roots – fyrstu tölvurnar sem ég lék mér í (þegar ég var kannski svona ~6 ára) voru Macintosh. Þessi skipting hefur bara reynst mjög vel, ég sé ekki ennþá eftir því ;) En Mac OS X hefur vissulega sína kosti og galla eins og Windows.
Búinn að klippa nokkur skemmtileg myndbönd á fína Makkanum mínum. Stoltastur af “Afmæli 2009” myndbandinu:
Ég get horft á þetta aftur og aftur, þetta er svo mikil snilld :)
Ég splæsti í Vimeo Plus þannig að fólk getur smellt á “HD” til að horfa á HD útgáfuna (ef hún er ekki nú þegar virk) og skellt þessu í fullscreen.
Hot yoga
Já, síðan um vorið byrjaði ég að stunda hot yoga. Það var frekar skrítið fyrst og fyrstu tímarnir tóku á – að venjast þessum hita (yfirleitt 39° og svona 48% raki) og að svitna svona rosalega. En mér finnst þetta algjör snilld. Þetta er sérstaklega gott til að styrkja bakið og minnka þessa þrálátu bakverki. Síðan er ég ekki frá því að þetta hjálpi við að vinna á ofnæminu (augun) – það og/eða að nota nálastungudýnuna reglulega. Þetta er líka fínasta detox – um að gera að hreinsa líkamann reglulega. Þetta á líka að hafa ýmsa aðra kosti – styrkja hin og þessi líffæri… Ég mæli með þessu.
New York, New York
Í júní skellti ég mér með nokkrum eðalsveinum til New York. Þetta var vægast sagt legendary ferð. Við vorum þarna í 17 daga í íbúð sem við leigðum okkur í Brooklyn. Þvílíkar sögur. Þvílíkar minningar. 230 Fifth, anyone? ;) Mjög gott. New York er klárlega uppáhaldsborgin mín. Ég skrifaði líka grein sem ég er nokkuð stoltur af: Hvað á ég að gera í New York?
Sumar = partý
Sumarpartý. Já, það var alveg eitt eða tvö partý um sumarið. En ekki hvað? Grill, léttklætt sexy fólk, fjör, bústaðir… Eina leiðin. Það er algjör snilld þegar maður ráfar út af Kaffibarnum og það er bjart úti :)
Ég hélt líka nokkuð gott afmælispartý þótt ég segi sjálfur frá :) Partýtjald og læti.
Ég tók nokkrar myndir um sumarið.
Um sumarið fórum við líka að snorkla í Silfru. Eftir það hoppuðum við út í:
Gott fjör :)
Þjóðhátíð
Ég skellti mér til Vestmannaeyja um Verslunarmannahelgina á Þjóðhátíð í fyrsta skipti með New York crew-inu + Bjössa og Jonna. Leigðum okkur íbúð – “Partýhofið”. Mjög gaman. Góð stemning, gott fjör. Fyrir utan alveg í lokinn síðasta kvöldið þar sem var ráðist á mig. Það kastaði s.s. einhver flugeldi í átt að mér og hann skaust með þvílíkum krafti undir hnéð (er ennþá með ör) og sprakk með þvílíkum látum (að öllum líkindum “signal” eða álíka sprengja). Að ég hafi verið í adrenalínsjokki er vægt til orða tekið – ég var stjörnuvitlaus af bræði.
Iceland Airwaves 2010
Skemmtilegasti menningarviðburður á Íslandi ár hvert. Eins og ég sagði á Facebook: “Iceland Airwaves er mitt Ramadan/Yom Kippur/páskar… þetta er svo mikil snilld. Þetta er heilög hátíð.”. Alltaf fjör. Lifandi tónlist er best. Biðraðir eru reyndar ekki best. Alltaf gaman að uppgötva nýja og skemmtilega tónlist. Blogg + myndir: Dagur 1, 2, 3, 4 og 5.
KinWins
Ég tók þátt í Startup Weekend í nóvember og teymið mitt vann að KinWins verkefninu. Við gerðum okkur lítið fyrir og unnum keppnina! :) + Besta teymið (“best team effort”). Við unnum reyndar ekki netkosninguna í Global Startup Battle :( En við ætlum að halda áfram að vinna í þessu verkefni.
WhenTumblrIsDown.com
Fyrir nokkrum árum (2008) skráði ég lénið whentumblrisdown.com (fékk innblástur frá whentwitterisdown.com og öðrum single-serving vefsíðum). Ég hef verið smá og smá að vinna í þessu – bara að leika mér. Fólk hefur verið að rekast á þetta og Tumblr notendur virðast vera að fíla þetta miðað við það sem ég sé (fólk að pósta uppáhalds setningunum sínum á Tumblr og Twitter, deila á Facebook…).
Ég tek alltaf eftir “spike” í umferð á síðuna þegar Tumblr er í alvörunni niðri. En 6. desember 2010 fór allt í rugl – tumblr.com (og allar síður hýstar af Tumblr) lágu niðri í 24+ klst. En ég “græddi” aldeilis á því :) Heimsóknir á vefinn fóru að hrannast inn og virtir fjölmiðlar eins og Los Angeles Times, TIME.com, The Atlantic, The Huffington Post og The Next Web voru að vísa á síðuna mína.
Fyrir utan allar hinar síðurnar (hundruðir!) sem eru að benda á WhenTumblrIsDown.com – meðal annars “Tumblr celebs” sem ég er að vísa í á síðunni: Yimmy Yayo, Hype Machine crew, topherchris, Coke Talk…
Ég endaði með að fá yfir 100.000 heimsóknir (StatCounter taldi reyndar tæplega 300.000 unique visitors) og 1,2 milljón síðuflettingar (e. pageviews) á mjög stuttum tíma. Ég fékk meira að segja spons: Iceland wants to be your friend keypti auglýsingaborða á síðunni í nokkra daga.
Það eru komin tæplega 12.000 likes/comments/shares á síðuna. Mér finnst það nokkuð gott :)
<3 KB
Já, síðan hitti ég Birnu :) Ef það var ekki augljóst nú þegar, þá dýrka ég Kaffibarinn :D
—
Þetta er svona helsta sem gerðist 2010 (sem ég man eftir í augnablikinu).
Einn kostur við að halda úti svona bloggi er að maður er að varðveita minningar, hvað maður var að gera hverju sinni… En ég er kannski ekki nógu duglegur við að nota þetta sem “dagbók” – segja hvað ég hef verið að gera undanfarið. Ég gerði það aðeins meira fyrir nokkrum árum… kannski ætti ég að gera meira af því. Bara örstuttar færslur.
Nú er maður líka að setja mikið af upplýsingum inn á Twitter/Facebook… ætti maður að reyna varðveita það? Ég ætlaði alltaf að setja upp einhvers konar Twitter safn/archive. Kannski ætti ég að drífa í því. Ég set oft eitthvað á Twitter sem hefði annars farið í stutta bloggfærslu (eða ekki).
Ég horfði víst á 78 kvikmyndir árið 2010. Ágætur árangur. Ég horfði reyndar á 100 myndir 2009. Ég skrifaði samviskusamlega örstutta kvikmyndagagnrýni fyrir allar þessar myndir.
Ég las nokkrar bækur… ekki alveg viss hversu margar nákvæmlega. Ég þyrfti kannski að fara skrá það betur hjá mér… nota goodreads (meira) eða eitthvað annað.
Þær bækur sem ég man eftir:
Rework
– Áhugaverðar pælingar varðandi vinnuna/rekstur á fyrirtækjum. Góðir punktar. Fljótlesin.
Snuff
– Chuck Palahniuk er alltaf skemmtilega twisted. Samt ekki besta bókin hans.
Pygmy
– Önnur bók eftir Chuck Palahniuk. Frekar skrítin, hún var öll skrifuð í Engrish. En hún var spennandi.
Crush It!
– Maður finnur alveg kraftinn í Gary Vaynerchuk í gegnum þessa bók. Las hana á frekar stuttum tíma – skemmtilegt að lesa hana. Áhugaverð, þótt það var verið að fara yfir mikið af atriðum sem ég vissi nú þegar (vinna að áhugamálinu þínu og nota social media).
Twitter Wit: Brillance in 140 Characters or Less
– Brandarar á Twitter. Ágætlega fyndin.
Shit My Dad Says
– Bókin sem varð til út af @shitmydadsays. Mikið af skemmtilegum og fyndnum sögum + lífsspeki (life lessons).
…fyrir utan allar bækurnar sem ég las að hluta til (forritunarbækur, fiction, non-fiction…). Á t.d. ennþá eftir að klára Linchpin.
Bætt við: Já, ég má ekki gleyma bókunum sem ég les í vinnunni. Ég held alveg örugglega að ég hafi klárað að lesa Sexy Web Design: Creating Interfaces that Work árið 2010.
En, já… svona það helsta um árið 2010. Mjög gott ár.
Ég hef á tilfinningunni að árið 2011 verði jafnvel enn betra :)
Eitt af því sem er spennandi að gerast 2011 er að ég ætla að opna vefverslunina Don Comodo – nánar um það síðar ;)
Rich, cool, smart, handsome
KinWins í alþjóðlegri sprotakeppni
Síðustu helgi tók ég þátt í Iceland Startup Weekend og teymið mitt vann að hugmynd sem við köllum KinWins sem er hvatningarleikur á netinu sem sameinar fjölskylduna og gerir hið daglega líf skemmtilegra.
Við unnum keppnina hérna á Íslandi og fengum að halda áfram í alþjóðlega keppni – Global Startup Battle.
Hérna er smá kynningarmyndband sem var gert á 24 klst.:
Það er netkosning í gangi núna (sem lýkur á miðnætti – hugsanlega skv. Bandarísku tímabelti) þannig að ef þú ert að lesa þetta og það er ennþá opið fyrir kosningar væri stórglæsilegt ef þú gætir kosið KinWins (Iceland) á Global Startup Battle síðunni.
Já, það þarf að hafa símann nálægt sér af því að maður fær símtal frá vélmenni – algjör snilld :)
Í vinning er m.a. ferð til San Francisco fyrir teymið þar sem við fáum að kynna hugmyndina frekar. Mig hefur alltaf langað til að fara til Vesturstrandar Bandaríkjanna þannig að þetta væri upplagt tækifæri :)
Þú ert greinilega á undan þinni framtíð
Filmu fetish vol. 3 – Fisheye lomography myndir
Já, já… fullt af myndum sem ég hef náð í úr framköllun nýlega. Fyrstu myndirnar virðast vera nokkrar (misgóðar) frá New York. Síðan nokkrar úr Vesturbænum, sumarbúðstaðurinn og svo afmælið í sumar.
Alltaf gaman að fisheye og double exposure.
[Read more…] about Filmu fetish vol. 3 – Fisheye lomography myndir
Hvað á ég að gera í New York?
Fólk sem er á leiðinni til New York hefur verið að spurja mig hverju ég mæli með að það skoði og geri. Þannig að mér fannst upplagt að skella nokkrum punktum á bloggið.
Rooftop bar með magnað útsýni. Ég fór þarna tvisvar í síðustu New York ferð og mér fannst þessi staður algjör snilld. Fyrsta skiptið var sérstaklega skemmtilegt af því að við vissum ekkert hvers konar staður þetta var og ég bjóst ekki við þessu klikkaða útsýni (Empire State Building í öllum sínum skrúða), kom virkilega skemmtilega á óvart.
Í fyrra skiptið vorum við líka grand á því og keyptum okkur flösku(r) af Grey Goose þannig að við fengum okkar eigið borð og þjónustudömu sem sá um okkur (bottle service) – ekki leiðinlegt ;) Við þurftum líka eiginlega að kaupa þessa flösku til að komast hjá dress code og biðröðinni (sem var nokkuð löng).
Staðsetning – heimilisfangið er í nafninu, 230 á Fifth Avenue
Af öllu sem er nauðsynlegt að gera í New York þá er þetta eiginlega mikilvægasta – þú bara verður að fara alla leið upp og dást að útsýninu. Þarna sér maður hvað borgin er stór, byggingarnar magnaðar og Central Park víðáttumikill. Ég gæti verið þarna í marga klukkutíma.
Mér finnst skemmtilegra að fara upp á Top of the Rock heldur en Empire State Building – minna vesen, yfirleitt minni raðir. Ég reyndar hef gert það tvisvar að fara um daginn upp á Top of the Rock og svo um kvöldið upp á Empire State Building – maður verður eiginlega líka að sjá borgina í næturskrúðanum.
Staðsetning – 30 Rockefeller Plaza (W 50th St á milli 5th og 6th Ave)
Það er alltaf gaman að fara í Central Park og bara ganga um og tjilla, kannski fá sér kríublund ;) En núna í þessari ferð leigðum við okkur báta hjá The Central Park Boathouse við Stöðuvatnið (The Lake). Það var mjög gaman – skemmtilegt að sjá New York frá aðeins öðruvísi sjónarhorni.
Staðsetning – The Lake, ca. við 74th St
Mjög góðir hamborgarar. Skemmtileg stemning líka. Mjög spes að fara inn í þetta fína hótel, Le Parker Meridien, og finna brælulyktina í lobbýinu. Þetta er staðurinn sem Tommi var að reyna endurskapa með Hamborgarabúllunni.
Þetta er s.s. hægra megin við afgreiðsluna/móttökuna, lítill drungalegur gangur með litlu hamborgara-neon skilti við endann.
Staðsetning – Le Parker Meridien, 224 W 56th St
Mjög flottur veitingastaður. Mögnuð stemning. Mjög góður matur. Nett klúbbastemning – sérstaklega þar sem maður er í fordrykkjunum að bíða eftir borðinu (dúndrandi tónlist). Mæli með að panta borð með fyrirvara.
Staðsetning – 42 East 58th Street
Við prófuðum nokkra af þeim helstu pizza stöðum í New York sem var mælt með og mér fannst þessi bestur. Pizzurnar á Lombardi’s voru reyndar svipaðar á bragðið en mér fannst einhvern vegin stemningin á Grimaldi’s skemmtilegri. Upplagt líka að nota tækifærið og labba yfir Brooklyn Bridge og tékka á útsýninu.
Það eru góðar líkur á að það sé biðröð, en hún ætti að hreyfast fljótt.
Staðsetning – 19 Old Fulton St (undir Brooklyn Bridge)
Mjög góðir hamborgarar. Mæli sérstaklega með ShackBurger – kjötið sem fer í þann börger er eitthvað sérvalið, extra special. Mér fannst hann mun betri en cheeseburger-inn hjá þeim.
Það er oft (mjög) löng röð en stundum getur maður verið heppinn – fyrsta skiptið biðum við í svona 30 mínútur, seinna skiptið vorum við heppnir og þurftum varla að bíða (en síðan svona 30 mínútum seinna var röðin orðin fáránlega löng). Þeir eru með Shack Cam fyrir þá sem vilja tékka hvort það sé löng röð ;)
Upplagt líka að prófa sjeikana hjá þeim (heitir nú einu sinni Shake Shack). Síðan eru þeir líka með nokkurs konar bragðarefi (Frozen Custard) sem eru mjög fínir.
Smá hamborgaragagnrýni:
Staðsetning – Madison Square Park (23rd St og Madison Ave)
—
Síðan eru náttúrulega ótal aðrir hlutir sem maður getur prófað: Tékkað á Times Square (passið ykkur samt á “tourist traps” – fólk að reyna pranga einhverju upp á ykkur hvort sem það eru geisladiskar eða miðar á sýningar), skoðað Apple Store á 5th Avenue (mér finnst það mjög flott og skemmtileg búð), gengið um SoHo (mjög skemmtilegt hverfi), farið á Museum of Modern Art (mæta snemma, tekur góðan tíma að fara í gegnum allt) og önnur söfn… Síðan er eiginlega óhjákvæmilegt að maður fari með neðanjarðarlestinni og gulum New York leigubíl hingað og þangað – mér finnst það líka skemmtileg upplifun.
Hefur þú komið til New York? Hverju mælir þú með? Var ég að gleyma einhverju?