Nokkuð mögnuð sjón þegar ég vaknaði í gær – allt skjannahvítt. Ekki hvítt eins og spælt egg án rauðunnar heldur hvítt eins og vanilluís nýkominn út úr frystinum. Þannig að maður var að moka á fullu í gær. Annars er maður búinn að vera gera helst lítið, taka því rólega, tékka hvað maður gæti farið að gera á næstunni varðandi skóla, o.s.frv… Var í klippingu áðan, rakarinn sagði að lærlingurinn hjá Frisør Leif hafði eitthvað fokkað upp hárinu mínu, en hann lagaði það – ágætt, ég hafði ekki tekið eftir neinu. Síðan þarf maður bara að fara skipuleggja áramótin og kaupa flugelda – vei, alltaf gaman að sprengja upp hluti.
Bleh
Kominn heim
Jæja, þá er maður loksins kominn heim til Íslands eftir 112 daga dvöl í Danaveldi. Þetta var mjög góð dvöl, ótrúleg lífreynsla, algjörlega frábærar 16 vikur (fyrir utan síðasta kvöldið). Maður lenti í gær eitthvað eftir 16 og fór strax í fríhöfnina að kaupa alskonar góðgæti, gaman það. Síðan fór maður heim þar sem fjölskyldan tók á móti manni með smá óvæntan glaðning: Þau voru gjörsamlega búin að breyta herberginu mínu! Þau nýttu s.s. tíman á meðan ég var í burtu til að t.d. setja falskt loft með halogen ljósum, rífa út hluta af veggnum og skella stórum glugga þar, mála herbergið hvítt (það var dökkgult og ljósgrátt – góð breyting) og endurskipuleggja herbergið smá. Þetta voru allt jákvæðar breytingar og er ég bara nokkuð sáttur – ég held að þetta sé smá trick hjá þeim til að halda mér heima örlítið lengur ;)
Við Bjössi skelltum okkur síðan um kvöldið á alvöru íslenskt djamm, gaman að prófa það aftur. Höfðum við heyrt að nokkrir fyrrverandi verzlingar væru að fagna próflokum/afmælum á Felix og skelltum við okkur þangað. Þetta reyndist verða nokkuð gott kvöld, góð stemmning og virkilega gaman að hitta gömlu skólafélagana aftur. Þótt við Bjössi værum komnir í íslensku stemmninguna þá héldum við okkur smá í danska stílin og sötruðum bara Tuborg – Bjössi greip mig meira að segja að biðja um Tuborg með dönskum hreim, verð að laga það ;) Eftir djammið var náttúrulega leiðinni haldið að Bæjarins Bestu sem mig er búið að dreyma um í tæplega 4 mánuði – klárlega bestu pylsurnar í heimi – alsæla : )
Gaman að vera kominn heim, nú er bara að komast í ekta íslenskt jólaskap.
Helvítis dópistinn sem stal…
…fartölvunni minni má brenna í helvíti!!!
Einhver djös, helvítis, ógeðslegur, heimskur dópisti var að stela fartölvunni minni!!! …og líka GSM símanum mínum og öllum peningunum sem voru í veskinu mínu! Það voru s.s. einhverjir helvítis vitleysingar sem gengu berserksgang hérna í skólanum og gengu herbergi í herbergi og tóku allt verðmætt: GSM símar, tölvur, myndavélar, video camerur, o.s.frv… Allar fucking 4000 myndirnar sem ég er búinn að taka hérna eru horfnar!!!
Þetta var s.s. MaxData Vision FX460T fartölva, seríal númer: 30137020027 – silfurgrá að lit, 14.1″ skjár, ca. 3 kg og hún var í svartri fartölvutösku ásamt tölvumús, þráðlausu netkorti, o.s.frv…
>> Fundarlaun: 2.000 DKK , 25.000 ISK
Síminn: SonyEricsson T68i – blá/grár
Púff…. ok, búinn að fá smá útrás.
Megi sá sem tók tölvuna mína og allir þeir sem að þessu komu brenna í helvíti!!!
– það er svo bókað að það var einhver hérna innan skólans sem var með í þessu – sagði þeim frá því að það væri kveðjuveisla og allir væru í matsalnum!
Löggan er búin að koma og taka skýrzlu þannig að það er allt í gangi og síðan er maður búinn að skrá þetta á crime-on-line.com. Pirrandi þegar það er rosalega lítið sem maður getur gert!
[hmm… 20. nóvember? Er það rétt? Skrifaði ég þetta ekki meira svona 20. desemeber?]
[Já, þetta er s.s. tekið af gamla Brinkster blogginu mínu í gegnum Wayback Machine]
Þetta er allt að gerast!!!
Damn, aðeins “örfáir” klukkutímar eftir hérna í Danmörku. Við erum hérna að snæða góða kveðjukvöldverð og erum bara að bíða eftir eftirréttinum.
Við erum búnir að vera taka til í herberginu okkar nokkurn veginn í allan dag (frá hádegi) og það tók á – við erum virkilega duglegir að rusla til. En þetta er loksins búið og við hljótum að fá depositið okkar (1000 DKK).
Sjáumst bara hress á klakanum.
Over and out…
Ekki nógu duglegur…?
Já, sumir segja að ég sé ekki nógu aktívur í þessu bloggi. Ert þú sammála? Líka svona bara til að tékka hverjir eru að lesa þetta “blogg” – vinsamlegast ritaðu nafn þitt í álitið.
Ég ætlaði nú aðallega að nota þetta pláss fyrir myndirnar mínar og ef til vill til að segja smá fréttir inn á milli. Síðan er ég nú líka aðili að þessu bloggi þar sem ég segji hvað er svona helst að gerast hjá okkur. En ef fólk vill heyra meira í mér þá skal ég reyna að bæta úr þessu. Síðan er ég að vinna í því að skella fleiri myndum inn – þær koma vonandi mjög fljótlega.
Núna eru aðeins 2 dagar þangað til við Bjössi leggjum af stað til Hamburg og síðan í þarnæstu viku förum við til Tékklands – gaman af því…
Fyrsta fréttin
Þetta er fyrsta fréttin.
Breytir enter í html break og skilur HTML