Það er ekkert lítið hvað maður er sáttur með þetta veður – bara sól og blíða marga daga í röð. Svona á þetta að vera. Ég held að fólk ætti alveg að sleppa því að kolefnisjafna sig – þessi gróðurhúsaáhrif eru að gera góða hluti ;) Það er nú búið að hóta manni verra veðri næstu daga en ég segi að þetta sé bara eitthvað tímabundið – svona rétt til að bændurnir fái smá rigningu. Ég ætla að panta svona gott veður út sumarið (og jafnvel eitthvað lengur).
Sumar (og sérstaklega þegar það er svona gott veður) þýðir náttúrulega eitt: Grill. Maður er búinn að grilla nokkrum sinnum nú þegar og enginn ástæða til að hætta núna – alltaf til að í að grilla með einhverju góðu crew-i.
Fór á tónleika með The Rapture í síðustu viku – mjög góðir tónleikar. Motion Boys hituðu upp með nokkrum hressum lögum áður en The Rapture stigu á stokk. The Rapture eru hressir New York gaurar sem spila skemmtilega tónlist sem mætti kannski kalla “fast-tempo rock”, “e-pillu rokk” eða bara “partý rokk” og náðu þeir að halda uppi nokkuð góðri stemmningu. Gaman að heyra í þeim aftur, þetta er svona hljómsveit sem er eiginlega skemmtilegra að hlusta á/sjá á tónleikum heldur en bara að hlusta á af plötu – maður man ennþá hvað þeir komu skemmtilega á óvart á Airwaves 2002.
Ég held að það sé næsta víst að Vegamót sé langbesti staðurinn – enginn annar sem er nærri því jafn góður. ’nuff said.
Já, Die Hard 4.0.3 beta segiru… Alveg að fíla hana, olli sko ekki vonbrigðum – John McClane er ennþá badass. Fínasta action-mynd og klassískur sumarsmellur. The Lookout er líka nokkuð góð mynd, kannski svolítið róleg á köflum en fín spennumynd.
Nákvæmlega! – ég hef lengi verið að velta fyrir mér af hverju það er ekki til eitthvað svona. Það væri t.d. hægt að setja upp svæði þar sem fólk gæti eyðilagt bíla sem á hvort eð er að kremja í kassa. Þá þyrftu sumir kannski ekki að fríka út á nýja og fína bíl í Hafnarfirði.
Samkvæmt mínum heimildum varð bloggið 1 árs í vikunni – ég trúi því ekki að það sé enginn búinn að gefa mér gjafir. Jæja, þá fáið þið enga köku. Það er möguleiki að ég geri eitthvað sérstakt til að fagna þessum áfanga – flikka eitthvað upp á lúkkið eða henda inn smá dóti sem ég er víst búinn að lofa í langan tíma.
Ég var að frétta að ónefndur einstaklingur hefur átt erfitt með að commenta – hafa fleiri lent í því? Ef svo er, endilega commentið ;) Aglavegna – reynið að ná sambandi við mig gegnum aðrar leiðir. Ég veit ekki til þess að það ætti að vera eitthvað að valda vandræðum…
Já, eitt í viðbót – ég er víst búinn að færa mig yfir til Símans. En ég held vissulega númerinu mínu. Kannski vert að láta fólk vita af því svo það fái ekki áfall þegar það fær himinháan reikning eftir að hafa talað við mig í fleiri klukkustundir samfleytt (á meðan það hélt að það væri að borga geðveikt ódýran Vodafone í Vodafone taxta).