Algjör snilld! Loksins á Íslandi.
Bleh
Prins Póló á Nasa
Það sem fiskar sjá 2 – Fisheye session #2
Fisheye lomo myndavélin sem ég fékk í afmælisgjöf er snilldar leikfang. Fyrsta session-ið var mjög kúl. Ein mynd sem var tekin með multiple exposure var alveg fáránlega töff – þannig að maður var svona að leika sér með það á þessari filmu – kom samt misvel út… en alltaf áhugavert.
Það virðast líka nokkrar myndir hafa skemmst í þessum pakka… Þetta var 24 mynda filma en það komu bara 18 úr þessu.
Fyrstu myndirnar eru teknar í sumar og síðan er restin tekin í desember og janúar. Nokkrar myndir þarna sem eru frekar brúnleitar/dökkar… maður þarf líklega að muna alltaf að nota flass þegar maður er innandyra, nema það sé einhver geðveik lýsing.
Síðan var ég að setja upp nýtt plugin sem heitir Subscribe to Comments eftir smá feedback á Twitter um að comment á myndir voru ekki að birtast í comment RSS feed-inu. Ég ákvað að skella þessu inn sem svona tímabundinni lausn þangað til að annað betra er í boði. Ég gæti farið í að hakka saman eitthvað plugin sem býr til nýtt RSS feed fyrir myndakomment en ég er að vonast til að þetta verði bara leyst í næstu útgáfum af WordPress. En nú þegar fólk kommentar getur það hakað við að fá e-mail sent þegar það er bætt við nýjum kommentum á þá mynd eða bloggfærslu:
(kannski ætti ég að íslenska þetta…?)
maple var t.d. að kommenta á þessar myndir og þá hefði hann fengið e-mail þegar ég svaraði.
Þannig að go! go! go! Kommentið eins og enginn sé morgundagurinn!
[Read more…] about Það sem fiskar sjá 2 – Fisheye session #2
Dexter kominn til Íslands
Ég var að renna í gegnum Moggann í morgun og rakst á grein um Mats Hägg:
Hann er s.s. “sérfræðingur í blóðferlum” og er staddur á landinu út af Hringbrautarmálinu. Nú er bara spurning hvort hann sé sjarmerandi seríalmorðingi eins og Dexter Morgan?
OK, þetta er stupid “filler” blogg – en þetta er bara svona rétt svo dyggir lesendur fari ekki algjörlega yfirum yfir þessari bloggþögn. Ég hlýt að geta fundið mér tíma til að dúndra út almennilegu bloggi… Stay tuned – það er ekki búið að loka officialstation.com
Þrátt fyrir bloggþögn hérna þá er ég að pósta reglulega á Tumblr blogginu mínu – bendi t.d. á póst um Muxtape (ég hefði hugsanlega átt að pósta um Muxtape hérna í staðinn fyrir á Tumblr. Spurning…). Random linkurinn gæti líka veitt fólki ómælda ánægju ;)
Oh, dammit… var að fatta að ég bloggaði ekki neitt í apríl – og ég sem var búinn að blogga (hérna) amk. einu sinni í hverjum mánuði síðan júlí 2006. Að maður skuli láta þetta gerast, skandall! Þetta gerist sko ekki aftur…
Það sem þú misstir af
Finnst þér langt síðan ég bloggaði síðast? Þá ertu greinilega ekki að fá hinn ráðlagða dagsskammt af Hannesi frá öllum helstu stöðunum. Þetta er ekki eini staðurinn þar sem ég set inn nýtt efni…
Sem dæmi horfði ég á 20 kvikmyndir í desember, 5 í janúar og nú þegar komnar 5 í febrúar og ég er búinn að gefa þeim öllum stjörnur og rita stuttlega um þær. Reyndar finnst maple það of margar myndir – hvað segja aðrir? Of mikið? Of lítið? Reyndar, í desember sá maður líka brot (örugglega allt frá 10-75%) úr slatta af myndum – en ég er ekki að færa þær þarna inn. Þannig að ég sá í rauninni fleiri myndir ;) En ég meina, þetta eru jólin, hvað á maður að gera annað en að tjilla með fjölskyldunni og horfa á bíó? En já, ég hvet fólk til að kommenta ef það hefur eitthvað að segja/bæta við varðandi þessa “kvikmyndagagnrýni”.
Síðan er ég búinn að bæta við nokkrum myndum á flickr.
Svo er maður náttúrulega að örbloggast – microblogging is so hot right now ;)
- Ég týndi minniskortinu fyrir myndavélina á Prikinu
- Var smá að “DJast”
- Bílavandræði
- Kaupþing var með leiðindi
- Twitter #200 eða Tweet #200, Twitter skilaboð #200? Hvað sem maður á að kalla þetta…
- Mælti með hjálpartæki fyrir fólk með EXIF fetish
- Live traffic reports ;)
- Rafmagnsleysi
- …meira hérna
Að lokum má ekki gleyma Tumblr blogginu sem er nánast að replace-a þetta blogg. Það er bara svo miklu skemmtilegra og auðveldara að blogga á Tumblr. Sem dæmi er það af einhverjum ástæðum búið að taka mig að eilífu að klára þessa færslu… Á Tumblr þá hendi ég bara upp einhverri mynd/video, skrifa smá texta og þá er það komið – maður þarf að hugsa sem allra minnst ;) Ég er t.d. búinn að vera bæta við nýju efni á I am not taxi nánast daglega – og stundum nokkrum sinnum á dag. Nokkur dæmi:
- Crazy Facebook profile
- The Daily Show á Íslandi
- Danskennsla
- Ef ég rekst á flottar myndir er ég mikið fyrir að pósta þeim
- Skemmtileg Photoshop kennsla
- Snilldar lag: Snoop Dogg ft. Robyn – Sexual Eruption
- Rambo Death Chart
- Myndir með silly texta – klikkar ekki ;)
- Enn eitt stupid og vinsælt video
- Ég náði að plata Bjössa í að setja upp sitt eigið Tumblr blogg – Tékkið á kallinum, hann er að gera góða hluti :) Hver verður næstur til slást í hópinn með hipp og kúl liðinu?
- Magnað performance hjá Kanye West á Grammy
- Gangsta krakki
- Veit ekki af hverju en mér finnst þetta ein fyndnasta mynd sem ég hef séð
- Will Smith og Justice mashup
Síðan er líka hægt að skoða safnið. Eða bara notfæra sér þennan gífurlega skemmtilega fídus: farðu á random færslu – þú getur skemmt þér klukkutímum saman :)
Ef þú kíkir reglulega á þetta blogg hérna þá held ég að það væri ekkert vitlaust að tékka líka stundum á Tumblr blogginu ;) Síðan fyrir þá sem eru RSS áskrifendur að þessu bloggi þá er náttúrulega Tumblr líka með RSS – þannig að þið getið fóðrað ykkur hérna.
Smá viðbót (útfrá athugasemd frá Bjössa og þar sem ég held að það séu ekki allir sem lesa alltaf kommentin): En hvað segir fólk, er meiri áhugi fyrir bloggfærslum hérna heldur en kæruleysis færslum á Tumblr? Vill fólk frekar efnismeiri bloggfærslur hérna sem er kannski aðeins meira vit í heldur en einhver fyndin video og aðra vitleysu?
Gleðilega hátíð
Ætlaði nú að vera löngu búinn að henda inn kveðju hingað, en whatever…: Gleðilega hátíð! Maður er bara búinn að vera svo upptekinn við að troða í sig kalkúni, riz a la mandé og öðru gúmmilaði, spila Cluedo, horfa á bíómyndir og síðan var ég nett veikur (örugglega eftir allt þetta át).
En já, sei, sei… það voru bara hvít jól eftir allt saman – alltaf jólalegra þegar jörðin er þakin snjó. [insert obligatory white christmas photo]:
Síðan komu bara þrumur og eldingar þegar maður var nýbyrjaður að borða jólamatinn – frekar magnað.
Ég er líka búinn að vera leika mér svolítið með nýja leikfangið mitt:
Ég stefni á að taka mun fleiri myndir árið 2008 heldur en ég gerði í ár. Aldrei að vita nema ég fjárfesti í fleiri linsum og öðrum myndavélagræjum.
Hérna eru nokkrar jólamyndir í viðbót:
Hvað segiði, er þetta flickr material? Ætti ég að setja eitthvað af þessum myndum á flickr?
Jæja, sjáumst á nýju ári og passið ykkur að fjúka ekki í burtu ;)