Það er allt að verða vitlaust. Fólk er alveg fáránlega grænt og ógeðslega mikið að hugsa um náttúruna og kolefnisjafna allt og alla. Maður getur örugglega kolefnisjafnað ömmu sína ef maður hefur áhuga á því… En þetta er allt gott og blessað, það þarfa að passa upp á þessa blessuðu plánetu ef við viljum lifa hérna eitthvað örlítið lengur. Ég vil nú ekki vera minni maður og vil stoltur tilkynna að þetta blogg er sko þokkalega grænt:
En er fólk að kaupa þetta Kolviðar dæmi? Þetta er nú ekki góðgerðarstofnun – hvað ætli fari mikill hluti í að virkilega planta trjám? Þessar auglýsingar eru nú ekki ókeypis og starfsmennirnir þurfa að fá sín laun (þeir eru samt líklega ekki mjög margir). En þetta er sniðugt, voða trendy – það er til alveg slatti af svona batterýum erlendis. Íslendingar þurfa nú líka að vera með í að bjarga þessari plánetu frá glötun. Ætli við séum ekki nú þegar að kolefnisjafna mest í heimi? (…miðað við höfðatölu)
Síðast uppfært 19. December, 2009
Bjössi says
Það er ekki séns að ég fari að borga 200 kr. meira fyrir flugmiðann minn til þess að gróðursetja eitthvað helvítis tré. Flugmiðinn er nægilega dýr fyrir!
maple says
HVAÐ ER AÐ ÞÉR BJÖSSI!! er þér skítsama um allt og alla?? ekkert svona, náttúran er æði og við þurfum að hugsa um hana og vera góð við hana og þannig.
Hannes says
Öss… síðan kostar 1324 kr. aukalega að fljúga með Icelandair til Orlando
– fyrst að flugfélögin vilja vera svona græn, af hverju koma þau ekki á móts við viðskiptavinina og borga 50% af kolefnisjöfnuninni?
Já, svo er Dogbert orðinn grænn ráðgjafi – nokkuð góð ráð hjá honum :)