Á gamla blogginu var ég á tímabili með svona “spam dagsins” í lokinn á öllum færslum – þetta var s.s. áður en ég byrjaði á “random quote dagsins”. Þetta var yfirleitt subject línur úr e-mail spami sem ég var að fá – eða brot úr spam póstum.
En spammarar láta sér ekki tölvupóstinn nægja – þeir eru alltaf að leita að nýjum leiðum til að selja meira viagra… Þannig að þeir eru líka að spam-a blogg með því að senda inn endalaust af bull kommentum sem innihalda linka á vafasamar síður hýstar í Azerbaijan.
En sem betur fer er ég með svona gífurlega sniðugt anti-spam plug-in sem er búið að stoppa 1049 drasl comment. Ég reyndar þarf að eyða tíma í að fara í gegnum þessi komment áður en ég hendi þeim af því að einstaka sinnum læðast inn alvöru comment frá aðdáendum.
Til að stoppa eitthvað af þessu spam-i og spara mér tíma þá ætla ég að prófa smá tricks – breyta nafninu á skránni sem höndlar kommentin (wp-comments-post.php) í eitthvað allt annað svo þessir vitleysingar eiga erfiðara með að reyna kommenta á bloggið. Þetta þýddi reyndar að ég þurfti líka að breyta template-inu smá, en þetta ætti allt að virka – dyggir lesendur ættu að geta kommentað á fullu. Sjáum til hvort þetta nægi – annars fer ég bara út í eitthvað drastískara.
Til að fagna því að þetta blogg mun vonandi fá minna spam ætla ég að birta nokkur vel valin spam-subject úr pósti sem ég hef fengið undanfarið. Hérna eru nokkur subject úr hinum vinsæla lima-flokki:
- Re-Charge Your sausage!
- Be a supermacho!
- Charge your weenie for 110% and have a lifetime fiesta with y0ur chick.
- With Super Viagra you dont have to worry about unwanted side effects.
Hvað er síðan málið með þessi fáránlega löngu subject?
- Howard said that Jeff the Vomit guy left a message asking to meet Ashley Blue the porn star because she said she’s fascinated by vomit.
- That led to Artie wondering if Bubba tells the truth about his age because in 1989 that would have made Bubba 22 years old.
- The second is that I haven’t been picking up cookbooks because many of mine have sat largely sat unused for some time and have been gathering dust as I don’t have a lot of time to cook.
Síðan eru þessi klassísku bull subject:
- and btw – gattlestar ballactic is pretty g33ky 2, d00d.
- sledgehammer folk music
Já, já… alltaf gaman að þessu.
Síðast uppfært 13. September, 2009
maple says
þetta er málið sko, leiðin til að losna við þetta er að vera ekki eins og allir hinir í wordpress flórunni því þá þurfa róbótar bara að læra á einn og bomba síðan á alla hina fyrirhafnarlaust.
Ella says
Geturðu ekki bara fiffað þannig að í hvert skipti sem sent er á þig ógeðskomment þá sendist til baka t.d. Yappadilla lagið. Þeir myndu hætta að trufla þig.. in a matter of minutes!
c*ck says
P*nis enlargement
cocks and hoes says
Penis
nezi says
Bjössi – hættu að spamma bloggið mitt. Annars þarf ég að blokka þig ;)
Bjössi says
Ég veit ekki hvað þú ert að tala um…