Það hlaut að koma að því að fólk um allan heim áttaði sig á því hvað ég er fáránlega góður ljósmyndari. Í gær fékk ég þennan póst í gegnum flickr frá einhverri gellu sem vinnur í Fordham háskólanum í New York:
Subject: Permission to use photo of taxis
Hello,
I currently work at Fordham University’s Law Center. We were hoping to use the following photo:
www.flickr.com/photos/officialstation/318158058/
for our summer international brochure… how can we go about doing this?
Thanks!
– C
Þetta er s.s. myndin sem hún vill nota:
Þetta er náttúrulega fáránlega töff mynd og eins og ég kommentaði á flickr síðunni þá er þetta klassísk New York mynd – breið gata alveg stútfull af gulum leigubílum.
Hún ætlar síðan að senda mér PDF fælinn þegar bæklingurinn er tilbúinn. Nokkuð töff – maður er bara orðinn “internationally published photographer” :)
Þetta er enn einn kosturinn við að skella myndunum sínum á flickr – fólk hvaðanær úr heiminum getur “uppgötvað” þig. Síðan sakar ekki að merkja myndirnar sínar með tags til að auðvelda fólki að uppgötva flottu myndirnar þínar.
Ef fólk vill dást að fleirum af mínum yndisfögru ljósmyndum þá er hellingur af myndum hérna og síðan eru nokkrar extra flottar ljósmyndir á flickr.
Síðast uppfært 18. April, 2009
Bjössi says
Það er helvíti gaman að þessu. Það er geggjað að eiga svona frægan vin.
En ég er semsagt á 6 af þessum extra flottu myndum. Það er náttúrulega bara hægt komast að einni niðurstöðu út frá því:
Ég er fáránlega flottur.
Hannes says
Já, þetta eru alveg ótvíræð sönnunargögn, liggur alveg klárt fyrir – þú ert alveg fáránlega flottur :)
Ari says
Þið eruð nú meiri flottræflarnir….
Til hamingju með þetta samt… á ekki að bjóða manni í kampavín og styrjuhrogn?
Hannes says
Jú, klárlega – þegar bæklingurinn verður “kominn í hús” þá verður heljarinnar rave í Kolaportinu með kampavíni, kavíar og glowsticks.