Ég held að það séu ekki margir sjónvarpsþættir sem hafa fengið mig til að lesa bækur… En síðasta haust ákvað ég að tékka á nýjum þætti sem átti að lofa góðu – Dexter. Hann var með nokkuð skemmtilegt plot – aðalpersónan er lögregla í Miami, nánar tiltekið sérfræðingur í blóðskvettum. Hann gerir mikið í því að vera viðkunnanlegur og líta út fyrir að vera venjulegur, sem hann er alls ekki. Á kvöldinn fer nefninlega hinn persónuleikinn á stjá og þá fer hann að drepa “vonda fólkið” – hann s.s. drepur bara þá sem hann er viss um að “eiga það skilið”.
Ég er s.s. búinn að horfa á þessa þætti og hafði gaman af – þeir eru bæði spennandi og fyndnir. En þessir þættir eru víst byggðir á bók eftir Jeff Lindsay sem kallast Darkly Dreaming Dexter. Þegar ég fór til New York keypti ég þessa bók og bók númer 2 í Dexter seríunni: Dearly Devoted Dexter. Ég er búinn með fyrstu bókina og næstum búinn með seinni. Síðan kemur þriðja út í haust: Dexter in the Dark. Geri fastlega ráð fyrir að ég kaupi 3. bókina þar sem þessar bækur eru alls ekki slæmar – þótt þetta sé vissulega ekki alveg eins og í þáttunum. Það er ekki alveg eins mikið action í bókunum, ekki alltaf jafn mikið að gerast og síðan er gaurinn líka aðeins meira psycho í bókunum. Líka skemmtilegt að sjá hvað þeir notuðu úr bókunum og hvað ekki. En síðan er jú það skemmtilega við bækur að þú ert “leikstjórinn” ;) Þannig að þetta er fín afþreying á meðan maður bíður eftir 2. seríunni af þáttunum sem kemur í haust.
Skjár 1 er víst að sýna Dexter á sunnudögum ef fólk vill tékka á þessum þáttum. Síðan er svona skemmtilegur Dexter leikur á netinu sem er gaman að tékka á.
Síðast uppfært 18. October, 2009
Ella says
Þetta eru svo freaky góðir þættir.. oj lojk them!
Svo er maður farinn að halda með dýrinu þarna í lokin! Now that’s good characterisation!
Bjössi says
Ha? þú hefur ekki tíma til að blogga en svo hefuru tíma til að lesa bækur, sem ekki eru námsbækur. Þetta finnst mér léleg forgangsröðun. Hér með tek ég ekkert mark á því þegar þú segist hafa mikið að gera.
Ég hef séð þrjá þætti af Dexter, þeir voru ágætir.
nezi says
Bjössi – Ja, það fer nú ekki mikill tími í þetta – maður les bara nokkrar blaðsíður fyrir svefninn. Fínt að sofna út frá því að lesa um limlestingar og annað skemmtilegt – góðir draumar, ó já.
En já, ég skal leggja allt annað til hliðar svo ég geti bloggað meira.
Ella – já, hann er náttúrulega aðalpersónan þannig að hann er eiginlega “góði gæinn” – maður heldur alla veganna alltaf með honum :)
maple says
éég hef aldrei neitt að segja