Fór á tvær bíómyndir í síðustu viku…
Maður varð náttúrulega að fara á Superman Returns til að sjá hvernig það tókst hjá þeim að endurvekja Súperman. Það tókst bara nokkuð vel myndi ég segja… fínt Superman action. Það kæmi ekkert gífurlega á óvart ef þeir kæmu með framhald eftir nokkur ár.
Ég fór á hana í Kringlubíó í þessum digital stafræna sal – hafði ekki prófað það áður. Mér fannst nú enginn fáránlega mikill munur… myndin var aðeins skýrari og litirnir sterkari, en hljóðið var ekkert áberandi betra. En fínt samt sem áður ef maður ætlar í Kringlubíó á annað borð.
Tölvuteiknimyndir hafa verið að gera það gott undanfarið og nú poppa upp fullt af teiknimyndum sem höfða jafnt til ungra sem aldna. Ein ný er Over the Hedge sem ég sá í alveg troðfullum sal – ok, kannski ekki alveg, það voru 8 manns að horfa á myndina.
Þetta var hin fínasta teiknimynd, vel hlægileg – Hannes stendur náttúrulega uppúr, eða Hammy eins og hann heitir í útlensku útgáfunni. Hannes var s.s. hyper íkorni sem var svona ruglaði gaurinn í hópnum og varð super-hyper þegar hann komst í orkudrykki ;)
—
Pandora er frekar sniðugt dót. Maður kynnist ýmissi nýrri tónlist sem er svipuð og það sem maður fílar. Þar heyrði ég einmitt Hungry með Kosheen: MP3 sem er ljúft og hressandi lag sem er líklega hægt að flokka undir “house” tónlist.
Síðan fann ég líka DJ Tiesto remix: MP3 af laginu.
Ég var að bæta við einni mynd í Töff myndir.
Síðast uppfært 20. July, 2009
maple says
eeeeekki sjéns að ég trúi því að það hafi þurft að sérsníða búninginn og digital minnka til að fólki myndi ekki svelgjast á poppi…
það er algjört kjaftæði, er þessi gaur svartur?
nei