
Ég var nú ekki alveg sáttur þegar ég ætlaði að tékka á síðunni áðan – fyrst var hún ekkert að birtast en síðan komu þessi skemmtilegu skilaboð.
Manni datt náttúrulega í hug að einhverjir sniðugir hefðu hakkað síðuna í klessu (af því að þetta er náttúrulega svo merkileg síða..) eða að síðan hefði bara brotnað niður vegna álags (af því að hún er náttúrulega svo fáránlega vinsæl..). En ég held að þetta hafi bara verið eitthvað vesen hjá DreamHost – þeir voru að uppfæra einhvern server eða eitthvað.
Eftir minni bestu ágiskun myndi ég segja að bloggið hafi verið niðri í mesta lagi 5 klst. Ég ætla að vona að fólk hafi ekki panikað of mikið…
Síðast uppfært 17. April, 2009
rosalega sjaldan sem drímhóst klikkar, það hefur bara gerst handfyllisoft hjá mér sko.
sáttur með myndahornið það er fííííínt